Danir senda ekki hermenn - Úkraína tapar

Danski forsætisráðherrann kom færandi hendi í Kænugarð með loforð um vígtól. En enga hermenn. Vopn án hermanna gera lítið gagn. Í Úkraínu gengur svo hratt á mannskap að framhaldsskólakrakkar eru kvaddir í herinn.

Í þýskum umræðuþætti (11:02) segir talsmaður stjórnarflokksins, SPD, Markus Lanz, að án Nató-hermanna (m.a. danskra) mun Úkraína tapa stríðinu gegn Rússlandi. Lanz fær ráðgjöf herforingja sem þekkja herstyrk stríðsaðilja í raunheimi. 

Átökin í Garðaríki eru háð á tvennum ólíkum vígstöðvum.

Úkraína er löngu búið að sigra samfélags- og fjölmiðlastríðið. Danska Mette Frederiksen vill sína sigursneið, heimsækir Kænugarð og leysir til sín sigurlaunin sem eru alþjóðafrægð í fimmtán mínútur. 

Rússar sigra jafnt og þétt stríðið í raunheimi með soldátum í vélaherdeildum. Stríðssigrar í raunheimi skipta sköpum, breyta landamærum. Félagsmiðlastríðið er frægð í fimmtán mínútur.

Nató-ríkin ætla ekki að úthella blóði hermanna sinna í Úkraínu. Af því leiðir mun Kænugarðsstjórnin tapa. Spurningin er aðeins hve mörgum mannslífum verður fórnað áður en vesturlönd segja Selenskí forseta að semja við Rússa.

Skilaboðin hingað til frá Washington, London og Brussel eru að Úkraína skuli berjast til síðasta herklædda táningsins. Hvorki er það kristileg né kærleiksrík orðsending. Vesturlönd eru eins og danski forsætisráðherrann. Senda vopn í tapað stríð og dygðaflagga í sviðsljósinu sem verður til úr blóði annarra. Göfugt.

 


mbl.is Forsætisráðherra Danmerkur kominn til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mergurinn málsins. 

Ragnhildur Kolka, 22.4.2022 kl. 07:57

2 Smámynd: Þröstur Árnason

Hvenær ætlar Evrópuríkin og NATO að grípa inn í stríðið í Úkraínu og stöðva þennan slátrara frá Kreml? Við horfum upp á sprengingar og dráp daglega í fjölmiðlunum. NATO er þegar þátttakandi  með að senda vopn til Úkraínumanna af hverju ekki að fara alla leið. Það þarf að stöðva þetta stríð og koma þessum slátrara frá. Ef ekkert verður gert þá heldur hann bara áfram og hvaða land verður næst á aftökulistanum?.Pútin er með alla Evrópu í gíslíngu.

Þröstur Árnason, 22.4.2022 kl. 10:12

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Söguþekking er eitt, annað er raunveruleiki sem við reynum að sjá og skilja, og jafnvel álykta út frá.

Og þér að segja Páll, þá sé ég ekki alveg hvernig lýsingar þínar fara saman við þúsundir sprengdra ökutækja frá flótta Rússa frá Kiev svæðinu.

Sem og mér þú þykir þú vera dálítið heimskur að halda að framleiðendur þrælabúa glóbalsins geti skipt frá markaðnum, yfir í kaupgetu Rússa sem er eiginlega engin, svo sem fyrir utan stuðning Þjóðverja við Pútín.

Persónulega finnst mér þú vera vitsmunavera Páll, og sannarlega skrifar þú góða pistla um þetta sorglega stríð sem aldrei átti að verða.

En það fer ekki vel saman við vitsmuni að þiggja laun, hvort sem þau eru bein, eða óbein, að tjá sjónarmið, eða skoðanir rússneska sendiráðuneytisins.

Þú þarft eiginlega að velja Páll.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2022 kl. 17:17

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

'Omar Geirsson.
Það sem þú áttar þig ekki á er að Úkrainumenn hafa frjálsann aðgang að öflugustu áróðursmaskínu í heimi.
Rússar voru aldrei á flótta frá Kiev
Þeir einfaldlega fóru þegar hlutverki þeirra var lokið.
Þeirra hlutverk var aldrei að ráðast á Kiev,enda gerðu þeir það aldrei.
Þessi her sem var sendur þangað var hvergi nærri nógu stór til að taka þriggja milljón manna borg
Þeira hlutverk var að binda 80-100.000 manna her í borginni til að koma í veg fyrir að hann gæti sent liðsauka til átakasvæðanna.
Á meðan sprengdu flugvélar Rússa upp olíubyrgðir og vopnabyrgðir hersins í Kiev.
Þegar það var búið að eyða þessu var ekki lengur hægt að flytja hersveitin um 500 Km leið á átakasvæðið.
Þetta eru átökin sem þú sást í fréttunum og voru kynnt okkur sem árás áborgina.
Það var hinsvegar aldreii nein slík árás.

Þú sérð myndir af þúsundum brenndra skriðdreka í sjónvarpinu þínu og þér er sagt að þetta séu Rússneskir skriðdrekar.
Nú er það svo að vopn Úkrainumanna eru nákvæmlega eins útlítandi og vopn Rússa að stórum hluta, enda hvorutveggja framleiðsla frá Sovéttímanum.
Þó eru sérfræðingar sem geta séð mun á drekunum af því að Rússnesku drekarnir hafa verið uppfærðir mikið.
Úkrainsku drekarnir hafa líka verið uppfærðir ,en með nokkuð öðrum hætti.

Stór hluti af þessumm drekum sem þú sér brunarústrnar af eru í raun Úkrainskir skriðdrekar.
Þeir sem ekki þekkja til láta auðveldlega blekkjast.
Þetta segir ekki að Rússar hafi eki misst hermenn og tæki,en það segir að þeir hafa ekki misst nærri eins mikið og okkur er sagt.

Ég held að þú sért heldur ekki alveg með það þegar kemur að kaupgetu Rússa.
Fyrir það fyrsta þá þurfa þeir einga kaupgetu varðandi hergögn af því að þeir framleiða öll sín vopn sjálfir. Þeir kaupa engin vopn utanað.
Í annan stað er eitt helsta viðfangsenfni Rússneska seðlabankans í dag að koma í veg fyrir að Rúblan styrkist of mikið.
Ástæðan er sú að það er að safnast upp mikill gjaldeyrir í landinu og Rússneski ríkissjóðurinn er með met rekstarafgang.
Það hreinlega hrúgast inn tekjur í Ríkissjóðinn af því að allar útflutningsvörur þeirra hafa hækkað um 70 til 140%.
Um 40% af tekjum ríkissjóðs Rússlands kemur frá annaðhvort útflutningtollum eða auðlindagjöldum.
Þegar þessi upphæð tvöfaldast þá eru góðir tímar hjá Rússneska ríkinu.
Þeir hafa því tekið þá ákvörðun að hækka verulega elli og örorkulífeyri og aðstoð við barnafólk vegna verðbólgu sem fylgdi í kjölfar viðskiftastríðsins.
Þeir hafa auðveldlega efni á því.
.
Nú er verðbólguskotið að ganga yfir í Rússlandi og seðlabankinn þar er byrjaður að lækka vexti.
Verðbólgan hjá okkur er að byrja og bráðum förum við að sjá hækkun vaxta allstaðar um Vesturlönd.

Þegar þetta viðskiftastríð byrjaði þá sá ég strax að við mundum tapa því stríði.Það er nú að ganga eftir og í haust munum við verða illilega vör við afleiðingar þess að við hófum þetta stríð.
Í ofanálag erum við að tapa hernaðinum í Úkrainu.
Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir það.

Heimska og græðgi ráðamanna okkar er sannarlega búin að koma okur í stór vandræði sem mun taka áratugi að leiðrétta,ef það verður einhverntíma hægt.






 

Borgþór Jónsson, 22.4.2022 kl. 18:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Ég held að þú sért eiginlega ekki með þetta.

Páll á hins vegar sína góðu punkta, þess vegna lagði ég inn fyrirspurn þegar hann kaus að skjóta sig í fótinn með rökfærslu sinni.

Þegar vel gefinn maður í hlut Borgþór, þá er eðlilegt að spyrja um hvatann.

En svo sem viðurkenni ég orðið "misþroski", það er það sem býr að baki og skýrir þá skilgreiningu.

Tel mig samt ekki hafa orðið á að viðurkenna styrk Páls.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.4.2022 kl. 18:41

6 Smámynd: Hörður Þormar

 Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá Páli bloggara varðandi þennan þýska umræðuþátt. Markus Lanz er ekki talsmaður SPD, hann var stjórnandi þáttarins þar sem rædd voru ummæli Scholz kanslara. Markus Lanz spurði viðmælendur sína hvort þeir skildu ummæli kanslarans. Ralf Stegner, þingmaður SPD, sagðist skilja þau sem svo að úkraínska hernum gagnist ekki þungavopn. Aðrir viðmælendur lýstu yfir vonbrigðum.

Það er óumdeilt að rússneski herinn er margfalt öflugri heldur en sá úkraínski en  Úkraínumenn eru engin smáþjóð og þá skortir vopn frekar en hermenn. það vekur furðu, ef rétt er, að rússneskir hershöfðingjar hafi verið miðaðir út og "fengið sprengju í andlitið á sér" þegar þeir voru að tala í farsíma. Það er engu líkara en að þessir menn hafi ekki enn komist inn á 21. öldina.

Sigurdagurinn, 9. maí, er stór dagur í augum Rússa. Á þeim degi verður Pútín að geta fagnað sigri í Úkraínu. 

Hörður Þormar, 22.4.2022 kl. 19:45

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sæll Ómar.
Ef þú ert ósammála mér og vilt á annað borð ræða það, er viðkunanlegra að þú segir hvar okkur greinir á í staðinn fyrir að ýja að því að ég sé vangefinn.
Það bendir reyndar fyrst og fremst til að þú hafir ekki þá þekkingu á málinu að þú sért fær um að ræa það.
Þekkingarskortur getur bæði stafað af því að fólk sé misþroska og einnig af því að það hefur í raun ekki kynnt sér málið sem til umræðu er og hafi því í rauninni ekki mikið um það að segja.
Amma heitin kallaði þetta fyrirbæri yfirborðamennsku ef ég man rétt.






 

Borgþór Jónsson, 22.4.2022 kl. 21:29

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Það var mín síðasta hugsun, reyndar var það ekki einu sinni mín hugsun, hvarflaði reyndar ekki að mér, að ég væri eitthvað að sneiða að þér persónulega þegar ég hóf athugasemd mína á að segja að þú værir eiginlega ekki með þetta.  Restin af athugasemd minni var svo sem oft áður, lítt skiljanlegur Taoismi til félaga Páls, þá út frá fyrri athugasemd minni.

Ég var eiginlega búinn að segja í athugasemd minni til Páls af hverju söguskýring hans meikaði engan sens, þess vegna rökstuddi ég fyrstu setningu mína til þín ekki frekar.

En ég get alveg ítrekað þetta, að þegar her hverfur i skyndi, og flóttaleið hans er vörðuð líkum og sprengdum ökutækjum, þá er það ekki einu sinni undanhald samkvæmt áætlun, það er hreinn ósigur.

Ósigur er bara skilgreindur svona Borgþór, og breytist ekkert þó sá sigraði segi annað.

Það liggur núna fyrir að Rússar eru með ónýtan landher en eins og Páll segir réttilega þá hafa þeir sprengjumátt til að sprengja Úkraínu aftur á miðaldir, líkt og Kaninn gerði í Írak sælla minninga.  En hvort það dugi til að brjóta þjóðina á bak aftur efa ég, og bakland þeirra er sterkt, menn skyldu aldrei vanmeta styrk Bandaríkjanna þó í augnablikinu lúti landið stjórn klíku sem lætur elliært gamalmenni veifa fjöldanum.

Síðan er það tálsýn að halda að iðnríki Austur Asíu skipti út markaði sínum fyrir hið Stór Rússneska hagkerfi, framleiðsla án eftirspurnar er einskis nýt, þetta þarf allt að haldast í hendur.

Þetta er það sem athugasemd mín til Páls snérist um, tel hann það skynsaman mann að hann veit uppá hár að hann er að fabúlera, hvað drífur hann áfram í því er mér ekki kunnugt og þá sendir maður út títuprjónana.

Og þetta er það sem ég las hjá þér Borgþór, annað sem þú skrifaðir um var fyrir utan athugasemdar minnar og því spáði ég ekki í það, en hafði náttúrulega gaman að lesa.

Hættu svo að móðgast við mig Borgþór, menn senda bara prjónana til baka telji þeir sig finna einhverja stungu.

Kveðja úr sólinni að austan.

Ómar Geirsson, 23.4.2022 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband