Þriðjudagur, 19. apríl 2022
Biden óttast tap í Úkraínu
Biden forseti vill ekki að Úkraína verði Bandaríkjunum annað Afganistan. Hann hafnar ítrekuðu heimboði Selenskí Úkraínuforseta. Ef Úkraínuher tapar á vígvellinum í Donbass er Kænugarður kominn í stöðu Kabúl. Stjórn Biden þolir ekki aðra niðurlægingu og heldur sig fjarri vettvangi en sendir vígtól sem sárabætur.
Með heimsókn Biden til Úkraínu færðust Bandaríkin nær beinni aðild að stríðinu. Þá væru tvö kjarnorkuveldi komin í slagsmál. Úkraína er ekki spurning um líf og dauða fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en er það fyrir Rússa.
Ef Úkraínumenn væru um það bil að sigra Rússa, eins og sumir vilja vera láta, myndi Biden óðara heimsækja Selenskí og taka þátt í sigurhátíðinni. En Úkraínumenn eru að tapa. Þeim er haldið gangandi með hergögnum frá Nató en það gengur á mannskapinn. Aðeins bandarískir hermenn geta fyllt í skörðin. Þeir eru ekki á leiðinni.
Úkraína er ekki þjóðríki í neinum venjulegum skilningi, sagði bandaríski Princetonsagnfræðingurinn Stephen Cohen í fyrirlestri 2015. Á 25 mín. útskýrir hann hvers vegna Úkraínustríðið átti aldrei að verða.
Stríðið í Úkraínu er borgarastríð, segir Cohen, og vísar til átakanna fyrir sjö árum. Seinni hálfleikur hófst 24. febrúar 2022. Í löngu leikhléi, sjö ár, mistókst að semja um að Úkraína yrði hlutlaust sambandsríki utan hernaðarbandalaga.
Vesturlandavæðing Austur-Evrópu, sem hófst með falli Sovétríkjanna fyrir 30 árum, stöðvast í Úkraínu. Í sjö ár stóð samningaleiðin andstæðum fylkingum opin. Vígaferli taka við þegar menn nenna ekki málamiðlun.
Biden ekki á leið til Kænugarðs á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðan daginn. Hvernig færðu út að Úkraníumenn séu að tapa? Milljónir manna eru tilbúnir að berjast og fáir karlmenn fara úr landi, allir vilja vera eftir til að berjast. Þessi þáttur, baráttuviljinn skiptir sköpun og olli því að landið féll ekki á 3-4 dögum eins og allir héldu. Lítill baráttuvilji hjá rússneskum hermönnum og mikill skortur á vopnum og birgðum yfirleitt.
BNA var að samþykkja 800 milljóna aukafjárveitingu til kaupa vopna fyrir Úkraníu. Bandaríkjamenn eru ekki einu sem er að senda vopn til landsins og heldur stríðinu gangandi.
Birgir Loftsson, 19.4.2022 kl. 08:19
Stríðið er eingöngu háð á úkraínsku landi, ef frá eru taldar stöku flugskeyta-/flugvélaárásir á Rússland. Rússar eyðileggja jafnt og þétt alla innviði Úkraínu og það gengur á mannaflann. Það er engin leið að Úkraína vinni þetta stríð án beinnar aðkomu Nató-herja.
Páll Vilhjálmsson, 19.4.2022 kl. 08:30
Það virðist aldrei hafa verið vilji af hendi BNA að leyfa Ukrainu að semja um frið. Viðtalið við Cohen gefur søgulega syn en hér er up-to-date viðtal við Svissneskan øryggis sérfræðing (leyniþjónustumann)sem færir okkur nær atøkunum. Eitt og annað sem kemur þarna fram er mjøg áhugavert og nýlunda fyrir þá sem afla sér eingöngu upplýsinga úr meginstraums miðlum.
Að því søgdu vil ég taka fram að ég legg ekkert mat á grimmd eða svívirðu stríðandi aðila. Þetta eru bræðraþjoðir með sameiginlega søgu. Ekkert fær mig til að trúa að landamæralina skilji að þá vondu frá þeim góðu.
https://youtu.be/r4zReg7Bhu8
Ragnhildur Kolka, 19.4.2022 kl. 09:06
Allt saman hárrétt hjá þér.
Arnar Loftsson, 19.4.2022 kl. 13:43
Því miður hefur Páll líklega rétt fyrir sér. Úkraína verður að reyna að semja um uppgjöf og að fá að halda einhverj eftir .Björninn er svo yfirburða sterkur og illur að Úkraín a ræður ekkert við hann.
Halldór Jónsson, 19.4.2022 kl. 14:25
P.s.
Hvernig á Úkraínuher að geta staðist þessa sókn?
95% af þungavopnaði þeirra er eyðilagður.
Rússar með algjöra yfirburði í lofti. Olíubirgðir Úkraínu eru farnar.
Eins og ég skil þetta, þá er Úkraínuher að nota farartæki óbreyttra borgara til að flytja til hermenn eða þá bara gangandi.
Litlar sem engar vopnasendingar ná að komast austur fyrir Dniper.
Þetta hlýtur að vera gríðarlega erfitt fyrir Úkraínska hermenn.
Og þær sendingar sem ná yfir frá Póllandi, eru eyddar undir eins.
Úkraínski herinn er svo til umkringdur í Donbass. Hvernig á herlið sem fær ekki liðsauka, vopn, mat að geta staðist Rússneska sóknina?
Ekki hægt....Sitting ducks.
Þegar Rússar eyða Austur-Úkraínuhernum, þá er þetta búið spil.
Talað er um að yfir 23.000 Úkraínskir hermenn séu fallnir, sem er 10% af hernum.
Ég held talann sé miklu miklu hærri. Þessi sókn gæti verið sú allra mannskæðasta hingað til.
Rússar voru með Total war í Chechnya 2 stríðinu, en eru með mjúkt stríð núna.
Það stríð í fjalllendi tók um 9 mánuði og kostaði allt af 250.000 manns lífið.
Þeir flöttu út Grosný, höfuðborgina. Um leið og Chechny-ar tóku sér stöðu í þorpum.
Þá beittu Rússar þyrlum og stórskotaliði og eyddu þorpinu, áður en þeir sendu inn hermenn. Þetta er ekta total war, enda misstu Rússa fáa hermenn hlutfallslega í Chechnya- war ll miðað við l.
Rússar beita allt öðrum aðferðum í Úkraínu, enda eru þeir á eftir mannauðnum og íbúar austurhéraða Úkraínu verða Rússneskir borgarar.
Þess vegna geta Rússar ekki verið með TOTAL WAR sitt, eins og þeir eru þjálfaðir til.
Rússneskir hermenn eru þjálfaðir í stríð gegn NATO...það snýst um kjarnorkustríð og fletja út borgir. ALLSHERJARSTRÍÐ...
Þeir geta það auðveldlega. Ein stórskotabyssa þeirra getur t.d. skotið 1 kt af sprengjukrafti, eða 10% af Nagasaki kjarnorkusprengjunni. Slíkur er skotkraftur Rússa.
Rússar vinna þetta stríð, 52 dagar er frekar stutt miðað við níu mánuði í Tétsníu.
Allur meginher Úkraínumanna er í austurhlutanum. Bestu hermenn þeirra, Zelensky sagði það sjálfur. Vestur frá Dniper, er fátt um varnir í raun.
Enginn veit hvað Rússar ætla sér að taka mikið af Úkraínu. En Zelensky og Lavrov eru sammála um að Orrustan um Donbass, er úrslitaorrustan.
Úkraína er gjaldþrota í þokkabót, og enginn mun "lána" þeim vopn.
Rússar eru að vinna efnahagsstríðið, og af-dollarvæðing hafin. Bandaríkin með 32 trilljarða skuld og verðbólgu, er í kreppu. Sama á við Evrópu, sem er orkulaus álfa.
Án orku er enginn efnahagur...
Rússar eru með met innkomu með olíu, gas, málma og hveiti.
Talað er um met viðskiptaafgang á þessu ári. Næstu 6 mánuðir verða reyndar órólegir á meðan Rússar eru að skipta um efnahagskerfi og viðskiptafélaga.
En Rússar þurfa engar áhyggjur, þeir hafa 7 milljarða af 8, sem vilja skipta við þá.
Alþjóðasamfélagið svokallaða er grín, það er bara NATO ríkin og svo búið.
Zelensky ber mikla á ábyrgð að senda unga menn í tapað stríð.
Á netinu eru myndir af 16-18 ára drengi senda í orrustu, gegn atvinnuhermönnum Rússa.
Hvernig eiga þeir að geta barist gegn sérsveitum Spetsnaz, Chechnya, þrautþjálfuðum Donbass Rússum og Wagner málaliða? Allt þrautþjjálfað lið.
Zelensky þarf ekki að hafa áhyggjur.
Hans bíður þó glæst framtíð með 1 milljarða dollara og glæsivillu í Flórida sem bíður hans.
Arnar Loftsson, 19.4.2022 kl. 14:26
Einmitt, Zelenskyyyyyy er ekki góður strákur.
Merry, 19.4.2022 kl. 18:21
"Úkraína er ekki þjóðríki í neinum venjulegum skilningi," segir Stephen Cohen. Samkvæmt Pútín eru Rússar og Úkraínumenn "ein þjóð." Svona tal er sami grautur í sömu skál.
Wilhelm Emilsson, 20.4.2022 kl. 04:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.