83% stuðningur við Pútín

New York Times segir að 83% stuðningur við Pútín forseta mælist hjá rússneskum almenningi eftir innrásina í Úkraínu. Í janúar, fyrir innrásina, mældist stuðningur við forsetann 69%. Mælingin er gerð af óháðum aðilum, segir New York Times.

Rússar kaupa ekki sjónarmið vestrænna fjölmiðla að innrásin í Úkraínu sé verk brjálæðings sem verði að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

Sjónarmið Rússa er að Úkraína sem Nató-ríki ógni tilvist Rússlands. Í umræðu síðustu daga kemur fram, t.d. hjá bandarísku vinstriútgáfunni Democarcy Now, að Selenskí forseti Úkraínu fékk skýr skilaboð frá vesturlöndum að Nató-aðild stæði ekki til boða. En hann var jafnframt hvattur til að segja opinberlega að Nató-aðild væri á dagskrá. Wall Street Journal segir (einnig hér) að skömmu fyrir innrásina hafi Selenskí forseti hafnað tilboði kanslara Þýskalands um að leggja áform um Nató-aðild á hilluna og semja um alþjóðlega tryggingu á landamærum ríkisins.

Horft um öxl virðist stríðslöngun, ekki síst meðal vestrænna ríkja, borið skynsemina ofurliði. Rússar gátu ekki, og geta ekki, liðið að óvinveitt hernaðarbandalag ógni öllum vesturlandamærum Rússlands. Það er óhugnanleg staðreynd að ráðandi öfl í helstu Nató-ríkjunum vissu að innrás yrði svar Rússa við útþenslu hernaðarbandalagsins. Úkraína verður fyrir innrás Rússa. En landið er jafnframt fórnarlamb vestræns hroka.

Eftir innrás breytast valdahlutföll. Samningar sem voru mögulegir áður en stríðsátök brutust út eru ekki lengur á borðinu. Rússar virðast ætla að taka stórar sneiðar af Úkraínu, jafnvel alla strandlengju landsins að Svartahafi. Ódessa er síðasta stóra hafnarborgin sem enn er á valdi Úkraínumanna.

Hernaðurinn heldur áfram, því miður, með drápum, eignatjóni og fólksflótta. Þeir töpuðu sem veðjuðu á að vestrænar efnahagsþvinganir myndu knésetja Rússa og jafnvel valda falli Pútín forseta. 

Aftur er heimskreppa handan við hornið, ekki síst vegna hækkana á eldsneyti og hrávöru, sem rekja má til Úkraínustríðsins.

 


mbl.is Loftárásir gerðar á Ódessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það eru tvær hliðar á flestum málum og það er alveg öruggt að hliðin sem snýr að Rússum er önnur en sú sem að okkur er sýnd.

Fréttamaður Útvarps Sögu í Rússlandi og aðrir fréttamenn þaðan eru útilokaður frá nær öllum fréttamiðlum okkar megin og sama sagan gildir eflaust um þær hryllingssögur sem okkur eru sýndar, hinumeginn.

Líklega verður það Evrópa og þæg viðhengi á borð við okkur Íslendinga sem verða verst úti, þegar ballinu lýkur.

Jónatan Karlsson, 4.4.2022 kl. 09:45

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nu ætla ég ekki að réttlæta striðið en aðdragandinn var þess edlis að øllum mátti vera ljóst að það var ekki umflúið. Stöðugar ogranir af hálfu NATO og ESB svo ekki sé minnst á árásir hersveita Úkraínu á Donbas héruð? in og 14 þúsund fallna borgara þar, sem aldrei er minnst á.

Vestrænir fjölmiðlar hafa gersamlega brugðist í flutningi frétt átökunum. Eilífar ásakanir um yfirvofandi kjarnorkustyrjold og efnavopnaárasir fluttar sem heilagur sannleikur. Rétt eins og bullið um geðveiki og einangrun Putins. Einfeldningslegur áróður I ætt við samfélagsmiðla bullið. Hins vegar er þagað um það sem ekki hentar frásögninni. Nú ríkir t.d. þögn um nýjustu aðgerð Putins um tengingu rublunnar við gull. Aðgerð sem getur grafið endanlega undan dollarnum og ráðsmennsku BNA með heimsbyggðina. Enda má líta á það sem sjálfsmark þeirra sem hrundu þessari óhugnalegu atburðarás af stað. 

Ragnhildur Kolka, 4.4.2022 kl. 10:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvar værum við stödd ef við heyrðum hvergi né sæjum rödd öfgalauss sannleika.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2022 kl. 12:25

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kolka, það er uppspuni að 14 þúsund borgara séu fallnir. Þeir voru um 3.350 snemma árs 2020. Sennilega flestir drepnir af rússneska hernum. Gleymum því ekki að Rússland réðist inn í Donbass og voru þeir sem komu borgarastríðinu af stað. Rússar bera því ekki minni ábyrgð á hörmungunum þar, jafnvel þó við tökum innrás þeirra 2022 út fyrir sviga.

Deutsche Welle hrekur allar ásakanir um þjóðarmorð á Rússum í Donbass og segir engan fót finnast fyrir þeim. Sjá tengil neðar en þeir segja:

No evidence of planned genocide

In her Facebook statement, Maria Zakharova also said that at least at least 13,000 people had been killed in the war in eastern Ukraine since 2014. She also claimed that there was a "systematic extermination of the Donbas population." There is no evidence, however, that proves a "systematic extermination" of the civilian population is occurring. An OSCE monitoring mission active in Ukraine since 2014 has found no evidence of mass targeted killings of civilians in the Donbas region. So far, the Russian Foreign Ministry has not provided any proof to back up its claim that the people of eastern Ukraine are subject to "systematic extermination."

The UN has accused both sides of human rights violations such as torture and raping prisoners, especially during the early years of the conflict. It also says the Minsk ceasefire agreement was repeatedly broken by both sides.

It is true that at least 13,000 people have been killed in the armed conflict in eastern Ukraine. According to the latest report by the United Nations, up to 13,200 people died in the conflict until early 2020. Of those, 3,350 were civilians and 5,650 insurgents, according to the UN. It says that 4,100 of those killed were members of the Ukrainian military. 

Conclusion: Maria Zakharova's claim that Ukraine started this war is false. The Russian Federation illegally annexed the Crimean Peninsula in 2014, sparking broad international condemnation. On February 21, 2022, Russia invaded Ukraine from the north, northeast, and from the Crimean Peninsula in the south, initiating a full-scale interstate war between Russia and Ukraine.

Fyrir nánari upplýsingar, sjá vefslóð hér að neðan.

https://www.dw.com/en/fact-check-russia-falsely-blames-ukraine-for-starting-war/a-60999948

Theódór Norðkvist, 4.4.2022 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband