Selenskí og eitruð karlmennska

Valdimar Selenskí for­seti Úkraínu er hetja og fyrirmynd margra karla. Hann fær aðdáun kvenna er sjá í forsetanum eiginleika á hverfandi hveli í vestrænni menningu.

,,Stolt, baráttuvilji, styrkur og þjóðernishyggja einkennir Selenskí," skrifar Sabine Rennefanz, dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Der Spiegel. Sú þýska er lítt hrifin af gagnrýni Úkraínuforseta á veikgeðja vesturlönd. ,,Er ofbeldi ekki það sem tengt er við eitraða karlmennsku?" spyr Sabína. 

Í borgaralegu útgáfunni Die Welt er gripið til varna fyrir Selenskí. Önnur kona, Rebecca Schönenbach, hagfræðingur og ráðgjafi á sviði hryðjuverkaáhættu, skrifar undir fyrirsögninni ,,Selenskí eitraður karlmaður? Femínistar eru hlægilegir". 

Gagnrýni Rebekku á Sabínu gengur út á að vinstrimenn, eða á maður kannski að segja vinstrikonur, nota hugtakið ,,kerfisbundið ofbeldi" til að skilja heiminn. Í þeirri hugsun er allt stjórnvald merkt ofbeldi, hvort sem stjórnvaldið bregðist við farsótt eða innrás erlends ríkis. 

Vinstrifemínistar, segir Rebekka, sjá ofbeldi í hverju skúmaskoti og gera ekki greinarmun á sjálfsvörn og árásarhneigð. Eins og gera má ráð fyrir er Rebekka fremur hlynnt stolti, baráttuþreki, styrk og þjóðerniskennd Selenskí. Ólíkt stallsystur sinni Sabínu.

Bandaríski spjallstjórnandinn Bill Maher tekur fyrir eitraða karlmennsku Úkraínuforseta. Hann ræðir aðdáun kvenna á Selenskí, tilfærir nokkur dæmi, og segir að karlmennska kveiki í frumhvöt kvenna. Að sögn bandaríska menningarrýnisins er öfugt samband milli kynhvatar og fjölgunar kynja. Við síðustu talningu voru kynin á áttunda tug og tíðni kynmaka komin í sögulegt lágmark þar vestra. Þegar fjöldi kynja kemst á annað hundraðið verður kynlíf minning um veröld sem var. Konur vilja karla með kúlur, segir Bill, og hvetur karla að hætta kerlingarvælinu. Alkul hvatalífsins veit á endalok tegundarinnar.

Karlmennska er hættuleg en lífið er ekki án áhættu. Sumir væla, aðrir taka lífsháskann glímutökum. 

 

 

mbl.is Býst við hörðum átökum í suðurhluta Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Maður hváði líka þegar Baldur sagði í Silfrinu að það væru aðallega HÆGRI öfgamenn sem styddu Pútín - RUV endurtók þetta skilmerkilega í nokkrum "fréttatímum" yfir daginn

Grímur Kjartansson, 3.4.2022 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband