Fimmtudagur, 24. mars 2022
Fréttabann á Glæpaleiti
Þóra Arnórsdóttir á RÚV var boðuð í yfirheyrslu sem sakborningur í glæparannsókn lögreglu á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans eru einnig meðal sakborninga. Ekki er það staðfest, en á sakabekk eru líklega einnig Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir fyrrum starfsmenn RÚV.
Síðustu fréttir af málinu eru frá 16. mars þegar landsréttur hafnaði kröfu Aðalsteins að ólögmætt væri af lögreglu að kalla hann til skýrslutöku sem sakborning. Áður hafði norðlenskur héraðsdómari, eignkona Loga formanns Samfylkingar, úrskurðað blaðamanninum í vil.
Fjölmiðlar birtu fréttir af niðurstöðu landsréttar og þau viðbrögð Aðalsteins að hann ætlaði að sækja um áfrýjunarleyfi til hæstaréttar. En síðan ekki sögunni meir. Ekkert að frétta hvort Aðalsteinn hafi sótt um áfrýjunarleyfi eða ekki. Lögmaður Aðalsteins fór mikinn í upphafi málareksturs en síðan var eins og jörðin hafi gleypt hann.
Tilfallandi heimildir herma að Aðalsteinn hafi sótt um áfrýjunarleyfi og að niðurstöðu hæstaréttar sé að vænta næstu daga.
RÚV, Kjarninn og Stundin (RSK-miðlar) þegja sem fastast um sakborningana sína. Aðrir fjölmiðlar eru hættir að taka drottningarviðtöl við þá grunuðu og bíða harðra frétta um framvindu mála og að málsatvik verði upplýst. Hvernig það gat gerst að RÚV varð samsærismiðstöð fyrir byrlun og gagnastuld. Pólitískir vinir RSK-miðla eru þöglir sem gröfin. Logi formaður Samfylkingar fórnaði starfsframa eiginkonu sinnar á altari Glæpaleitis en það kom fyrir lítið.
Stefán útvarpsstjóri er ekki þýfgðaður um afstöðu RÚV til skipulagðrar glæpastarfsemi þar sem heilsu og persónulegum eigum borgara landsins er fórnað fyrir fjölmiðlaherferð þjóðarmiðilsins.
Eftir að bakland RSK-miðla hrundi á Íslandi reyna þeir fyrir sér í útlöndum. Aðalsteinn hnippti í vini sína á þýskri útgáfu, SZ, sem sögðu á hjartnæman hátt að Aðalsteinn væri fórnarlamb ofsókna.
Blaðamenn á flótta undan réttvísinni er fréttamál sem Tilfallandi athugasemdir sitja einar að.
Athugasemdir
Hvenær ætli þetta mál verði tekið fyrir í Kastljósi???
Sigurður I B Guðmundsson, 24.3.2022 kl. 10:47
Er eiturbyrlun ekkert skyld morðtilraun?
Ef ég lauma rottueitri í drykkinn þinn, hvaða gjörningur er það? Byrlun eða tilraun til að drepa þig?
Er ekki verið að taka lítið alvarlega á þessu máli? Hvað fékk Páll skipstjóri byrlað? Eitur eða Viagra eða þess háttar?
Halldór Jónsson, 24.3.2022 kl. 11:37
Þögn ruv er áberandi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2022 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.