Mánudagur, 14. mars 2022
Trump kennt um Úkraínustríðið
Trump ber ábyrgð á Úkraínustríðinu, segir í fréttaskýringu í frjálslyndri bandarískri útgáfu, New York Review of Books. Ljósmynd af Selenskí forseta Úkraínu og Trump, tekin 2019, er í raun sjálfstæð fréttaskýring. Selenskí með skelfingarsvip er segir: úff, allt er glatað, Kaninn ætlar að yfirgefa okkur.
Í raun hlaut að koma að því að frjálslyndir kenndu Trump um ófarirnar í Úkraínu. Forsetatíð glókolls, sem lauk með hvelli í byrjun árs 2021, markaði endalok frjálslyndar alþjóðahyggju. Trump var sakaður um að hafa þegið forsetaembættið frá Pútín í Rússíá. Samkvæmt samsæriskenningunni skrifaði Pútín nokkrar feisbúkkfærslur og Ameríkanar flykktust á kjörstað að kjósa skjólstæðing Kremlarbónda. Frjálslynda alþjóðaelítan kokgleypti kenningunni. Hún trúir líka eins og nýju neti að veðurfar sé manngert og að kóvit kom frá plánetunni Mars en ekki Kína. Vestræna valdaelítan lifir seinni árin æ meira í heimi ímyndunar samfélagsmiðla en hörðum heimi staðreynda. Stjórnmálamenning sem karpar um hvort kynin séu þrjú, fimm eða seytján er komin langt fram yfir síðasta söludag.
En, svona í alvöru talað, þá ber Bandaríkjaforseti ábyrgð á Úkraínustríðinu. Bara ekki Trump. Þegar arftaki glókolls, Biden, beið niðurlægjandi ósigur í Kabúl í Afganistan 15. ágúst í fyrra, sagði uppgjöfin Pútín forseta að Bandaríkin myndu hvorki hreyfa legg né lið í Kænugarði í Úkraínu. Það gekk eftir.
Í fréttaskýringu þýsku útgáfunnar Die Welt segir að Pútín hafi fyrir innrásina haldið spilunum þétt að sér. Aðeins þrem dögum fyrir árás lét forsetinn þau boð út ganga meðal embættismannaveldisins að Úkraínumálið yrði leyst með hervaldi. Þetta er trúlegt. Ef rússneska elítan hefði vitað með lengri fyrirvara um yfirvofandi hernað hefði t.d. Roman Abramaovich selt fótboltaliðið sitt í London í tæka tíð. Nú fæst Chelsea fyrir slikk.
Á hinn bóginn skipuleggur enginn innrás með þriggja daga fyrirvara. Rússar hafa undirbúið aðgerðirnar hið minnsta frá 2014 þegar elítan í Kænugarði lagðist á sveif með ESB og Nató og gaf Rússum langt nef.
Stjórnvöld í Kænugarði máttu vita, þegar á stjórnarárum Trump, að Bandaríkin og þar með vestrið væru í þann veginn að gefa upp á bátinn útþenslupólitíkina eftir kalda stríðið. Uppgjöf Bandaríkjanna, undir forystu Biden, í Afganistan í fyrrasumar var ótvírætt merki um vatnaskil. Á liðnum áratug heyktist vestrið á Írak og Sýrlandi - sem fékk aðstoð Rússa.
Selenskí forseti, rómuð hetja síðustu daga, gefur út yfirlýsingu í hvert sinn sem Rússar taka stærri landsvæði að Úkraína sé um það bil að vinna stríðið. Jafnhliða biður hann um friðarsamninga - sem hann myndi vitanlega ekki gera á sigurbraut - en getur ekkert boðið Rússum. Sennilega er Selenski ekki með umboð frá bakhjörlum sínum til að semja.
Sahra Wagenknecht er þýskur stjórnmálamaður og starfaði sennilega í Vinstri grænum ef hún væri íslensk. Hún segir í viðtali: Allir vita að Úkraína getur ekki unnið stríðið. Eina leiðin til að stöðva Rússa, og blóðbaðið, er að semja. Og til að ná samningum þarf að bjóða Rússum eitthvað.
Wagenknecht segir það sem alþjóð vissi um leið og fyrsta skotinu var hleypt af 24. febrúar síðast liðinn. Hvað eru stjórnvöld í Kænugarði að pæla?
Jú, það er augljóst. Selenskí forseti og hirð hans vonast eftir þriðju heimsstyrjöldinni. Hún gæti sem best byrjað með að Nató tryggði lofthelgina.
Aðeins beint stríð Bandaríkjanna og Rússlands getur bjargað Úkraínu í heilu lagi. En heimurinn verður ekki sprengdur aftur á steinöld til að Selenskí haldi embætti. Ábyggilega er hann góður gaur. En sumt fá ekki einu sinni góðmenni þótt hugur standi til.
Óöldinni í Úkraínu linnir aðeins með friðarsamningum. Stjórnvöld í Kænugarði verða að semja um rússnenskan frið. Í stað þess að framselja úkraínskt fullveldi til Brussel verður Moskva áfangastaðurinn. Harðir kostir vissulega en þeir einu raunhæfu í stöðunni.
Lofthelgi verður að tryggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Zelensky og vestrið unnu áróðursstríðið, en samkvæmt Intellinews hefur Putin nú völdin svo að segja í allri Austur Ukrainu, þ.e.austan Dnjep. Aðeins Mariupol er enn á valdi Azov sveitanna,sem eru ein ástæðan fyrir innrásinni. Putin ætlar að ganga þeim milli bols og høfuð.
Ragnhildur Kolka, 14.3.2022 kl. 08:04
Og enn ómar áróður Pútíns á þessari síðu, vinstrimönnum til gleði!
Gunnar Heiðarsson, 14.3.2022 kl. 08:25
Blessaður Páll.
Núna býrðu vel að því að vera sögukennari, þarft aðeins að endurvinna efni, staðfæra það fyrir nútíma miðla.
Stefið frá 1936 til ??, já hvenær var síðasta skiptið sem Halifax lávarður lagði til á ríkisstjórnarfundi að samið yrði við manninn í Berlín??, var það í upphafi loftárásanna á London??, eða entist samstarfsvilji hans eitthvað inná haustið 1940??
Davíð veit þetta kannski betur, enda sérfræðingur um Churchill, þó þess gæti lítt í skrifum hans þessa dagana.
Fyndin annars þessi upprisa Chamberlains.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2022 kl. 08:44
Frestur Chamberlains bjargaði Bretum. Náðu að græja flugherinn, radarinn og dulmálsdeildina frægu.
Guðmundur Böðvarsson, 14.3.2022 kl. 14:33
Ég varð nú bara kjaftstopp þegar vitnað var í þessa grein um daginn og Trump kennt um stríðið í Úkraínu. En sumir skilgreina það líka sem fasisma að ætlast til þess að blaðmenn svari spurningum lögreglu.
Pútín hefur eflaust litið á það sem veikleikamerki hjá Biden að yfirgefa Afganistan og strax í kjölfarið hafið undirbúning á að innlima hluta af Úkraínu .
Grímur Kjartansson, 14.3.2022 kl. 14:40
Sorglegt að sjá fólk standa með hrottanum Pútín, eins og hana Ragnhildi Kolku hér á undan. Ég geri ráð fyrir því að ef það kemur nýnasisti inn á Landsspítalann í Reykjavík, þá telji Ragnhildur að bandaríski flugherinn hafi fullan rétt til þess að gera loftárás á Landsspítalann og drepa allt starfsfólk og sjúklinga þar.
Theódór Norðkvist, 14.3.2022 kl. 14:58
Sagnfræðingar eru ekki sammála um það hvort "Chamberaom bjargaði Brétum" með Munchenarsamningunum hausið 1938. Hugsanlega var það þvert á móti.
Þeir samnningar færðu Þjóðverjum í raun alla Tékkóslóvakíu á silfurfati, og þegar Hitler ók inn til Prag 15. mars 1939 án þess að hleypt væri af skoti, sagði hann, þegar hann sá víggirðingarnar, sem hefði þurft að yfirstíga 1938: "Hvílíkt lán að þurfa ekki að komast hér yfir með hervaldi.
Í Versalasamningunum miðuðust landamæri hins nýja ríkis Tékkóslóvakíu við að það hefði eins vel verjanleg landamæri og unnt væri.
Missir Súdetahéraðanna gerði Hitler það auðvelt að lýsa yfir 15. mars 1939: Þjóðríkið Tékkóslóvakía er ekki lengur til."
Tékkar framleiddu mikið af hervélum í Skodaverksmiðjunum, og tíundi hver skriðdreki, sem Þjóðverjar notuðu í leiftursókninni miklu gegn Niðurlöndum og Frakklandi í maí 1940, var tékkneskur.
Á fundum í innsta hring sagði Hitler, að áætlun hans miðaðist við að vera búinn til stríðs 1940. 1938 var augljóslega einu ári of snemmt.
Ómar Ragnarsson, 14.3.2022 kl. 16:00
Blessaður Guðmundur sem og nafni minn.
Chameberlain bjargaði ekki neinu, hann ber beina ábyrgð á styrjöld sem kostaði varlega áætlað yfir 80 milljón manns lífið.
Fram að yfirtöku Stúdetahéraðanna voru Þjóðverjar þriðja flokks ríki. Eftir þá gjöf höfðu þeir herstyrk sem jafnaði hugsanlega Breta, en alls ekki Frakka.
En það sem seinna gerðist, var að þeir náðu að styrkja sig, á meðan undanlátsmenn (lesist stuðningsmenn Þjóðverja) náðu að veikja varnir Vesturvelda.
Það er bæði óþarfi að sjá þessa sögu endurtaka sig, sem og að til séu einhverjir sem upphefji hana.
Á öllu eru takmörk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2022 kl. 16:07
Aæti Theódór, farðu nú ekki að gera mér upp skoðanir og hugsanir eins og hann Samfó-Sigfús. Það vill þannig til að í öllum átökum eru tvær hliðar og gott að hafa í huga að skoða báðar. Ég veit ekki meir en aðrir og þar á meðal þú hvað er að gerast þarna suður í Ukrínu. Hvor fylking fyrir sig gefur yfirlýsingar og því vissara að hlusta á fleira en það sem fjölmiðlum hér huggnast að bjóða upp á. Ég afla mer upplýsinga víða að og svo reyni ég að skoða stöðuna. Ég sé að þrátt fyrir yfirlýsingar Zelenskys þá miðar sveitum Pútins áfram. Kannski ekki eins hratt og hann bjóst við en í þá átt sem að var stefnt.
Íslendingar eru herlaus þjóð og því er eðlilegt að við séum höll undir þann sem hallar á. En það er ekki endilega vandlega ígrundað. Zelensky vann hug og hjörtu heimsins með yfirlýsingu um að hann óskaði eftir vopnum en ekki farseðli til að flýja land. Þetta er setning sem á eftir að rara inn í sögubækurnar - grand yfirlýsing hetjunnar sem frekar fellur á sverð sitt en að gefast upp fyrir andstæðingnum. Þessu hefur hann reynt að fylgja eftir með digurbarkalegum yfirlýsingum en í raun er hann bara að kalla meiri hörmungar yfir þjóðina svo maður tali ekki um heiminn allan. Beiðni um "no-fly zone" er í raun beiðni um 3ju heimstyrjöldina. Hrædd er ég um að þú, Theódór verð honum seint þakklátur fyrir að flytja hörmungar stríð hingað upp að Íslandsströndum.
Það er áróður frá báðum hliðum og hvað er satt og hvað logið er ekki á okkar valdi að meta. í upphafi átakanna notuðu Úkraínumenn margvíslegar falsanir málstað sínum til stuðnings. Það hefur allt verið afsannað en það tekur stundum tíma að sjá í gegnum allt moldviðrið sem þyrlað er upp í stríði. Ég geri ráð fyrir að þú sért að vísa í árásirnar í Mariupol þega þú talar um árásir a Landspítalann. Það vill svo til að ég er inniliggjandi á Landspítalanu í þessum skrifuðu orðum og myndi aldrei gera kröfu um að hann væri jafnaður við jörðu með mér eða öðrum innanborðs. Málið er við vitum bara ekkert um ástandið í Mariupol annað en það að þar hafa Azovsveitirnar búið um sig. Og við vitum að Azovsveitirnar vinna samkvæmt hugmyndafræði nazista. Hvort Rússar svprengdu upp spítalann þar eða hvort hann er aðeins enn ein falsfréttin vitum við ekki því við erum mötuð á einhliða áróðri vestrænna miðla, sem búið hafa um sig í Kænugarði og þiggja upplýsingar sínar frá stjórnvöldum þar. Eina ráðið sem ég get gefið þér er að aflað þér upplýsinga sem víðast og hætta að gera fólki upp hugsanir sem þú hefur enga hugmynd um hverjar eru.
Ragnhildur Kolka, 14.3.2022 kl. 16:09
Ég er sammála þér að það ber að skoða báðar hliðar, þó erfitt sé að finna hlutlausar heimildir. Hvað Azov-sveitirnar varðar, þá held ég það sé einföldun að segja að þær vinni samkvæmt hugmyndafræði nasista. Af Wikipedia um Azov:
Despite accusations that the group is antisemitic, some members of the Jewish community in Ukraine support and serve in the Azov Battalion. One of its most prominent members is Nathan Khazin, leader of the "Jewish hundreds" during the 2013 Euromaidan protests in Kyiv.[104] In an interview, Andriy Biletsky explained that he regards Israel and Japan as role models for the development of Ukraine.[105]
Myndi leiðtogi nasistaflokks nefna Ísrael sem fyrirmynd? Veistu um marga Gyðinga sem voru í SS-sveitunum? Annars útiloka ég ekki að til séu einstaklingar sem gæla við nasisma í þessum sveitum, en að þær vinni skv. hugmyndafræði nasista held ég að sé langsótt.
PS Mér líður illa með að vitna í Wikipedia vegna vinstri slagsíðu þeirra, en einmitt þess vegna held ég að það sé enn meira að marka þessar upplýsingar frá þeim. Vinstri miðill myndi seint fjalla jákvætt um samtök sem hafa fengið á sig nasistastimpil.
Theódór Norðkvist, 14.3.2022 kl. 18:41
Kalíf-Kolka.....takk fyrir að draga mitt nafn hér upp.
Margur heldur mig sig.
Væri svo hollt og gott að fá ein einstu rök fyrir því, sem Kolka, miðill er rímar við flögu og Sovéskir ríkismiðlar halda fram að að e-r "ný-nazistar" eða Azov-liðar séu þeim meirihluta sem berja nú niður sókn Sovéska hersins.
En auðvitað, öðruvísi mér áður brá að sjá hér Kalíf-Kolku réttlæra stríðinnrás í fullvaldaríki.
Þykist viss að vinir Kolkunnar, ef e-r eru í Varðbergi séu vart á sömu blaðsíðu.
Takk aftur
Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.3.2022 kl. 20:03
Jú ég er búin að vera hér í allan dag trufluð endalausum hringingum.,ein vinkona mín dó í gærmorgun.
Ég varð fokvond út í þig Theodor að telja manneskjur standa með Pútin skrifandi laukrétta frétt. En Pútíni gáfu margir Íslendingar gott orð í öllum viðskiptum með fisk mörg,mörg undanfarin ár. Sigfús þú ert aldrei skemmtilegri en þegar þú upplýsir lesendur þína að þú stælir skrattann sem varð að kalla Guðrúnu Garúnu,því guð gat hann ekki sagt. Annars ertu miklu rólegri þegar þú hringir á Sögu og talar við Pétur.
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2022 kl. 21:44
Helga, mér fannst Kolka segja það sem hún sagði í þannig tón að það hlakkaði í henni yfir því sem er að gerast, en hún hefur skýrt það út að svo var ekki og ég féllst á þær skýringar eins og þú getur lesið.
Annars að segja það að Azov sveitirnar séu ástæðan fyrir innrásinni, þá er mjög auðvelt að túlka það sem réttlætingu. Það er bara ein ástæða fyrir þessari grimmilegu innrás. Það situr brjálæðingur við völd í Kreml, æstur í að endurreisa keisaraveldi sem var kastað á öskuhauga mannkynssögunnar fyrir rúmri öld síðan.
Ekki er það Úkraínumönnum að kenna að Pútín sættir sig ekki við gang mannkynssögunnar og vill skrúfa klukku hennar aftur um aldir. Það má kannski minna einræðisherrann á að það er búið að kasta öðru veldi Rússlands og mér sýnist það þriðja - hans eigið - vera á sömu leið, þó það muni taka tíma.
Fáir hafa þjáðst jafnmikið undan handónýtum heimsveldum Rússanna en Úkraínumenn. Fjórar milljónir drepnar af Stalín og þúsundir ef ekki tugþúsundir af Pútín á nokkrum vikum. Er það einhver furða að Úkraínumenn líti ekki á Rússa sem frelsandi friðarengla, eins og einræðisherrann bjóst við í raunveruleikaafneitun sinni?
Theódór Norðkvist, 14.3.2022 kl. 21:56
Helga, ég samhryggist.
Theódór Norðkvist, 14.3.2022 kl. 22:24
Takk Theodor.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2022 kl. 00:34
Rótin að þessu vandamáli sem æltar að verða vestur Evrópu í senn erfitt og lærdómsríkt er miklu dýpri en svo að Trump sé kennandi um þetta nema á yfirborðinu. Rússneska keisaradæmið þandi sig út eins og landamærin voru 1. ágúst 1914.https://nzhistory.govt.nz/media/photo/map-russian-empire-1914
Það var ætlun einsræðisherrans og fjöldamorðingjans Josefs Stalin að færa landamæri Sovétríkjanna í þá stöðu í stríðsbyrjun 1939. Fyrst var ráðist á Finnland sem varðist af hörku og síðan réðust Sovétmenn á Baltnesku ríkin og drekkdu almenningi í blóði og öðrum ólýsanlegum hryllingi sem þeir kalla Red Terror.
Mauno Kaoivisto forseti Finna sem barðist við Sovétmenn í Jatkosota framhaldsstríðinu 1941 - 1944 lýsti því í bók sinni Venajan idea eða Hugmyndir Rússlands að THE THIRD similarity can be found in the worldview of Putin and Stalin, which is based on the very "idea of Russia" that President Mauno Koivisto wrote about in 2001. The book is now so relevant that its Reservation Queue has grown surprisingly in libraries. One of Koivisto's arguments was that one of Russia's ideas is to "take over a valuable land," after which the land it acquired is "always" part of Russia." "That way we still belong in their thinking on their side," Koivisto warned. Koivisto also wrote, using Oswald Spengler's book The Loss of the West , that Russia would be a "plain nation" and, as such, would experience a lasting sense of insecurity that it seeks to compensate for by "expanding its territory and bringing neighboring nations under its control."
Útþenslustefna Rússa nær miklu lengra aftur en sem nemur blikinu í augum Fred Trump í septembermánuði 1945.
Þrymur Sveinsson, 15.3.2022 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.