Stríð er glæpur í Evrópu en aðferð í Asíu

Pútín Rússlandsforseti er evrópskur Saddam sálugi Hussein er fór fyrir Írak. Vesturlönd ákváðu að Hussein væri stríðsglæpamaður og settu hann af með innrás 2003. Það þótti réttlátt stríð siðmenningar gegn ómenningu.

Togstreitan um hvort Úkraína skyldi vera á áhrifasvæði ESB og Nató annars vegar eða hins vegar Rússlands byrjaði fyrir alvöru vorið 2008 þegar Nató-fundur í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, bauð Georgíu og Úkraínu aðild að hernaðarbandalaginu. Þá um sumarið réðst rússneskur her á Georgíu og batt endi á Nató-umsókn smáríkisins á 12 dögum.

Úkraínudeilan stigmagnaðist 2014 með stjórnarbyltingu í Kænugarði, sem studd var af vesturlöndum. Í beinu framhaldi tóku Rússar Krímskaga og studdu uppreisn í austurhluta landsins, Donbass.

Þriðja lota Úkraínudeilunnar hófst með innrás Rússa í landið 24. febrúar síðast liðinn. Frá Búkarest yfirlýsingunni 2008 til innrásar liðu heil 14 ár. Hvað voru ábyrgir aðilar á vesturlöndum að hugsa allan þennan tíma? Svona eftir á að hyggja.

Eina forsendu gáfu vestrænir valdamenn sér. Stríð í Evrópu er glæpur, sem enginn þorir að drýgja. Stríð í öðrum heimsálfum er lögmæt aðferð þegar nauðsyn krefur.

Valdimar Pútín drýgði glæpinn. Kannski gleymdu menn í Washington, Brussel, París og Berlín að helmingur Rússlands liggur í Asíu.

Lærdómur: aldrei skal vanmeta kunnáttu í landafræði. 


mbl.is Segja handtöku borgarstjórans „stríðsglæp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Dálítið fyndið að heyra Elvu Ýr vara við rússneskum áróðri í fjøl-og samfélagsmiðlum. Rétt eins og hún hlusti aldrei á íslenska miðla hvað þá aðra vestræna miðla.  

Ragnhildur Kolka, 12.3.2022 kl. 10:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er hægt að stöðva manndrápin og leiksýningu Zelensky með því einu að skrifa undir að Ukraína muni aldrei ganga í NATO. Svo einfalt? Er ekki hægt að svíkja allt seinna?

Halldór Jónsson, 12.3.2022 kl. 10:34

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Tilgangurinn helgar meðalið.

Jónatan Karlsson, 12.3.2022 kl. 11:14

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Pútín virðist hafa náð taki á pistlahöfundi, í það minnsta er hann trúr söguskýringum Pútíns. NATO hefur aldrei boðið neinni þjóð aðild. Sjálfstæðar þjóðir geta hins vegar sótt um aðild að varnarbandalaginu. 

Á fundi NATO 2008 komu fram óskir frá Georgíu og Úkraínu um aðild. Þær umsóknir eru enn í meðhöndlun NATO. Þar á bæ hafa menn ekki  þorað að afgreiða málið. Því fór sem Úkraína óttaðist.

Það er hins vegar nokkuð fyndið hér á Íslandi hvað hatrið gegn vinstri öflunum getur leitt suma menn í ógöngur. Þegar vinstri flokkar og reyndar flestir stjórnmálaflokkar, mótmæla einhverju, telja sumir sig þurfa að andmæla þeim mótmælum. Jafnvel þó um stríð sé að ræða, stofnað til af einum harðasta kommùnista samtímans.

Seint mun ég teljast til vinstri manna, en get vel verið þeim samstíga í fordæmingu brjálæðis!

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2022 kl. 12:03

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr heyr,hatrið í ógöngur? Það er óheilindi fréttaflutnga (þar sem vinstrið ræður öllu)sem er orðið svo ærandi óþolandi.    

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2022 kl. 13:12

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Tek undir með Gunnari Heiðarssyni hér rétt á undan. Það er líka kostulegt að stuðningsmenn ofríkisseggsins og einræðisherrans, eru farnir að halda á lofti einhverri svokallaðri heimildarmynd frá Oliver Stone sem einhverri hlutlausri heimild.

Mynd, sem er nánast eitt samfellt drottningarviðtal við Pútín og söguskoðanir (lesist: falsanir) frá Kreml. Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona alvarlegt mál og ef drottningin (fyrirgefið, ofríkisseggurinn) væri ekki búinn að sprengja í loft upp óléttar konur og börn í Úkraínu, af því að eiginmennirnir og feðurnir hafa aðrar stjórnmálaskoðanir en hann sjálfur.

Kannski ættu verjendur einræðisherrans aðeins að skoða myndir af rústunum í Mariupol og víðar í Úkraínu. Síðan spyrja sjálfan sig hvort það sé kannski svo, að á þessum myndum megi lesa ástæðurnar fyrir því af hverju Úkraína vill ganga í NATÓ. Ef þeir sjá ekki samhengið, get ég bara ráðlagt þeim að fara í heilarannsókn.

Theódór Norðkvist, 12.3.2022 kl. 14:11

7 Smámynd: Hörður Þormar

Nú ætlar Assat Sýrlandsforseti að leyfa "sjálfboðaliðum" að koma Pútín vini sínum til hjálpar, ekki veitir víst af!

Hörður Þormar, 12.3.2022 kl. 15:21

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Spádómar Gamla testamentisins sem margir hafa túlkað sem spádóma um bandalag Rússlands, Tyrklands og fjölmargra múslimaríkja er gerir árás á Ísrael, virðast vera að teiknast upp. Mun blogga um þetta þegar ég hef tíma.

Theódór Norðkvist, 12.3.2022 kl. 16:09

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Átta stórveldi áttu aðild að Seinni heimsstyrjöldinni. Sjö af átta voru skilgreind sem kristnar þjóðir hvað trúarbrögð  snerti. 

Ómar Ragnarsson, 12.3.2022 kl. 18:20

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tvö risaveldi kristinna þjóða stóðu fyrir upphafi kjarnorkuvopnakapphlaups sem byggist á þeirri forsendu að trúa hinu til að byrja og eiga þá nóg af kjarnavopnum til að drepa íbúa hins ríkisins fimm sinnum hvern. Annars virkar grunnformúlan MAD (Mutual Assured Destruction) ekki. Í íslensku GAGA, Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra).  

Glæsilegt?

Ómar Ragnarsson, 12.3.2022 kl. 18:24

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar, var einhver að tala um hver aðilinn væri betri, kristin eða múslimsk ríki eða einstaklingar? Það má ekki minnast á Gamla testamentið (sem er vel að merkja fyrst og fremst trúarrit Gyðinga) þá er grátkórinn gegn múslimafóbíunni kominn af stað. Ég hélt nú reyndar ekki, að þú værir kórstjóri þar, Ómar minn.

Ég var einfaldlega að tala um spádóma í trúarriti Gyðinga og kristinna. Hver gerði þetta eða hver gerði hitt fyrir hundrað árum, skiptir bara engu máli í því samhengi. Spádómarnir munu rætast hvort sem menn kalla sig kristna eða múslima, eða hverjir þykjast vera betri eða verri en aðrir.

Auk þess er hæpið að kalla Sovétríkin kristið heimsveldi, enda ofsóttu þeir kristna af hörku, innblásnir af trúarleiðtoga sínum Karl Marx, sem kallaði guðstrú (held hann hafi einkum átt við kristna trú) ópíum fólksins.

Ef út í það er farið, þá held ég að ekkert ríki í heiminum sé kristið, það eru eingöngu til kristnir einstaklingar. Mismargir eftir heimssvæðum, alls staðar alltof fáir, að mínu mati, en það er önnur umræða.

Theódór Norðkvist, 12.3.2022 kl. 21:15

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki að það skipti meginmáli, en ég hef aldrei heyrt Sovétið skilgreint sem kristna þjóð, þó að stór hluti þegnanna hafi vissulega verið það.

G. Tómas Gunnarsson, 13.3.2022 kl. 01:39

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Frægu glæponarnir eru einmitt ísmeygilegir andskotar sem laumast í kirkjudeildir kristinna,villa á sér heimildir og fremja ódæði,það skiptir máli hvenær; en er hér líklega önnur umræða.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2022 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband