Kújón og Rúinn Trausti - símtalið

Afrit af samtali tveggja ritstjóra, báðir á framfæri auðmanna, rak á tilfallandi fjörur. Ekki er grunur um byrlun og gagnastuld. En jafnvel þó svo væri liggur fyrir úrskurður dómara á Akureyri að heimilt er byrla og stela þegar blaðamenn eiga í hlut. Og, auðvitað, heimildamenn njóta friðhelgi þótt þeir hleri, steli eða byrli. Óumdeilt er að símtalið á erindi við almenning.

Rúinn Trausti (RT) hringir í Kújón. Símtalið virðist 15 daga gamalt eða svo.

Kújón: Já, halló.

RT: Sæll, Rúinn hérna. Hvernig sæki ég að þér?

Kújón: Vel, en ef þú ætlar enn og aftur að bjóða mér vinnu þá er svarið nei, eins og ég hef margoft sagt. Eða ætlar þú kannski að biðjast afsökunar á leiðindunum sem þú ert alltaf að birta í Móðurlífinu þínu?

RT: Rólegur, ég er með tilboð, ekki þó atvinnutilboð. Ég veit þú ert í hassi með útgáfuna þína. Þú hefur ekki borgað laun og auðmaðurinn hefur yfirgefið þig. Ég á enn auðmannapeninga.

Kújón: Hvaða tilboð?

RT: Sjáðu, löggan finnur ekki þann sem braust inn hjá mér, stal tölvum og ...

Kújón: Þú sviðsettir innbrotið, sást í mílu fjarlægð.

RT: Þó svo væri, málið er orðið heitt. Ég þarf reddingu og er tilbúinn að borga vel fyrir.

Kújón: Reddingu?

RT: Já, að þú játir innbrotið...

Kújón: Ertu geðveikur? Á ég að játa á mig glæp?

RT: Ekki stórglæp, bara smáglæp, og ég borga vel fyrir. Þú ert hvort eð er með allt niðrum þig. Ef þú játar dreg ég kæruna tilbaka og við reynum að settla málin við lögguna.

Kújón: Öh, það myndi enginn trúa þessu. Hvers vegna ætti ég að brjótast inn á Móðurlíf?

RT: Tja, við kokkum upp sögu. Að þú sért að hefna þín fyrir að ég hrauni reglulega yfir þig. Svo þarftu auðvitað að segja að Rindill auðmaður sé á bakvið þetta.

Kújón: Ha? Ertu aftur kominn í flöskuna helvítis viðrinið þitt? Á bæði að ljúga upp á mig afbroti og segja að Rindill fjarstýri mér? Tekuru geðlyf með drykkjunni?

RT: Svona, svona. Það er kannski nóg að þú segir að þú hafir haldið að þú værir að gera Rindli góðverk. Ekki dramatísera þetta um of.

Kújón: Dramatísera, fokking hálfvitinn þinn? Þú ert að meiri andskotans krakkhausinn...

RT:...já, kannski en ég á peninga en þú ekki.

Kújón: Satt er það helvítis melurinn þinn. En það trúir þessu enginn.

RT: Fólk trúir aumingjum. Sérstaklega vinstrimenn. Við þurfum að ná til þeirra og þá stjórnum við umræðunni.

Kújón: Ha?

RT: Já, sástu ekki sjónvarpsfuglinn sem játaði sig geðveikan og vinstriaðdáendurnir átu úr lófa hans. Ef hann núna segðist hafa orðið fyrir aðkasti í æsku væru honum allir vegir færir. Við erum að tala um þingmennsku.

Kújón: Þú dópar, drekkur og bryður geðlyf. Af hverju er ég að hlusta á þig?

RT: ég á monní, þú ekki.

Kújón: Haltu kjafti.

RT: Erum við komnir með díl?

Kújón: Þú stendur undir nafni, Rúinn Trausti.

RT: Fínt, þú mætir í settið mitt á Móðurlífi og játar innbrotið og klínir smávegis sekt á Rindil.

Kújón: Ég verð álíka aumingi og þú.

RT: Ég á sykurpabba, þú ekki.

Kújón: Hvenær á ég að mæta í viðtalið?

Afritið af símtalinu nær ekki lengra en framvinda mála gefur til kynna að Kújón og Rúinn Trausti sammælist um játningu fyrrnefnda á sviðsettum glæp síðarnefnda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er virkilega svona í pottinn búið?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.3.2022 kl. 08:30

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta verður alltaf meira og meira spennandi.

Þvílíkur farsi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2022 kl. 12:07

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Alltaf í boltanum!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.3.2022 kl. 20:23

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Rúinn trausti er nú ekki merkilegur pappír og sennilega einhver ömurlegasti fréttasnákur í sögu Skersins. 

Halldór Egill Guðnason, 12.3.2022 kl. 02:07

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Reynir Traust:  eru orðin sem eru undirstaða mannlífs allar 24 stundir dagsins, það dugir ekki ein stund þó styrkt sé af brimi með óafturkræfu láni 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.3.2022 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband