Föstudagur, 11. febrúar 2022
Danir treysta ekki ESB
Þrátt fyrir aðild Danmerkur að Evrópusambandinu í hálfa öld treysta Danir ekki ESB fyrir grunnþörfum í öryggismálum og leita á náðir Bandaríkjanna. Danir biðja Bandaríkin um hervernd, þótt kallað sé annað í viðtengdri frétt, af ótta við Rússa sem þeir þó aldrei hafa átt sökótt við.
Landfræðilega er Danmörk útskagi Þýskalands, sem er annað meginríki ESB, Hitt verandi Frakkland. Þýskaland og Rússland hafa löngum eldað grátt silfur, síðast í seinni heimsstyrjöld. Hitler óskaði sér lífsrýmis i austri og vildi sækja það í hendur Stalín sem heldur hvekktist við. 130 árum áður sótti Frakkland undir forystu Napóleons inn á rússnesku steppurnar. Í báðum tilvikum höfðu Rússar betur. En þýskir og franskir halda áfram að ybba gogg og vekja ófrið.
Sem sagt, meginríki ESB, eiga óuppgerðar sakir við Rússland svo að litla Danmörk þarf að leita á náðir Bandaríkjanna að tryggja öryggishagsmuni Jótlandsskaga og Eyrarsundseyja. Evrópusambandið er hvorki í stakk búið að semja frið við Rússland né tryggja öryggi aðildarríkja sinna. Niðurstaðan er að ESB hvorki kann né getur.
Svo eru þeir á Íslandi sem ólmir vilja ganga inn í Evrópusambandið að tryggja íslenska hagsmuni. Hvað gengur slíku fólki til?
Danir reiðubúnir að taka við bandaríska hernum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi pistill er undarleg samansuða.
Wilhelm Emilsson, 11.2.2022 kl. 07:53
Mergurinn málsins:
Þorir islenska ríkisstjórnin að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um alltof náið samband við ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2022 kl. 16:11
Það er greinilega farið að fara um Dani. Trump hafði rétt fyrir sér að það væri óþarfi fyrir Kanann að eyða fé í varnir Þýskalands sem væri hvort eð er komið í uppí kojuna hjá Rússum.
Ragnhildur Kolka, 11.2.2022 kl. 21:42
Þú þarft að vera í Samfylkingunni með Degi B og Össuri til að verða svo vitlsus
Halldór Jónsson, 12.2.2022 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.