N1 hækkar rafmagn um 75% með orkupakka 3

N1 auglýsti rafmagn á 6,44 krón­ur en rukkaði 11,16 krón­ur. Þetta er 75 prósent hækkun  ,,í gegn­um þrauta­vara­leið stjórn­valda," segir tilkynningu.

Annað nafn á ,,þrautavaraleið" stjórnvalda er orkupakki 3 sem innleiddur var frá ESB þrátt fyrir aðvaranir um að sölukerfi raforku í ESB hentaði ekki á Íslandi. Í Noregi hefur rafmagn hækkað um 550 prósent. Við erum á sömu vegferð.

N1 hvorki framleiðir rafmang né flytur það. N1 er óþarfur milliliður sem gerir það eitt að hækka rafmagn til heimila og skapa sér gróða. 

Almenningur hefur þegar greitt fyrir virkjanir sem framleiða rafmagnið og borgað flutningskerfið. Stjórnvöld þakka heimilum landsins með því að siga á þau siðlausum fyrirtækjum. Helvíti hart, svo ekki sé meira sagt.


mbl.is N1 endurgreiðir viðskiptavinum mismuninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ansi hart og ekki nóg með það heldur er hækkun t.d. um þessi áramót tvöföld vegna þess að tveir aðilar selja rafmagnið. Gerir ekki annað en að hækka verðbólgu enn meira, gáfulegt er það ekki.

Rúnar Már Bragason, 8.2.2022 kl. 10:52

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Og hverjir eiga N!...?

Merkilegt nokk, sumir þeirra sitja á þingi sem studdu þetta O3 svindl.

Einhver/jir að mótmæla..??

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.2.2022 kl. 12:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já það hitnar snarlega í réttlátum;er nema von að við hreytum formælingum út í kosmóið ætlað spilltum snjórnvöldum.  

Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2022 kl. 15:19

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Landráðapakk er eina orðið yfir það hyski sem kom þessu á, með lafandi tunguna undir skítugum hæl ESB, með von um sporslur og bitlinga fyrir sjálft sig. Hafi “ andskotans fokking fokk” einhvern tíma átt vel við, þá er það núna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.2.2022 kl. 16:59

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Samtökin Orkan okkar sem eru þverpólitísk samtök hafa nú í tæp fjögur ár alvarlega varað við þeirri óheillaþróun sem fylgir innleiðingu samkeppnisreglna og orkupakka ESB á íslenskan orkumarkað. Hvaða hag hefur íslenska þjóðin af því að ganga inn í Orkusamband ESB? Hvers vegna er yfirstjórn orkumála komin til Lublíanna og er nú í höndum Landsreglara ESB og ACER? Þetta eru hrein svik við þjóðina, lýðræðið og fullveldið. Og RÚV þegir enn þunnu hljóði um málið...

https://orkanokkar.is/wp-content/uploads/2019/08/SkyrslaOrkusamband_160819.pdf

Júlíus Valsson, 11.2.2022 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband