Föstudagur, 28. janúar 2022
Reynir afhjúpar sjálfan sig
Stolin gögn úr tölvu Reynis Traustasonar ritstjóra Mannlífs myndu varpa ljósi á samskipti við auðmenn. Reynir er vanur að vera ýmist vinur eða óvinur auðmanna. Hann kallar sig blaðamann en starfar eins og almannatengill. Mest fyrir sjálfan sig en gerist vikapiltur annarra þegar harðnar á dalnum.
Fræg er upptakan af samtali Reynis við blaðamann sinn, Jón Bjarka Magnússon, þar sem Reynir segist skrifa fréttir eða þegja þær eftir því hvaða auðmaður á hönk upp í bakið á honum hverju sinni.
Fjölmiðlar hljóta að birta stolin gögn frá Reyni sem fara í umferð. Fjölmiðlar eins og RÚV, Stundin og Kjarninn telja sjálfsagt að nýta illa fengin gögn, jafnvel hafa hönd í bagga við öflun þeirra, sbr. mál Páls skipstjóra Steingrímssonar. Stolin gögn frá Reyni eru samkvæmt þessu viðmiði fréttir.
Reynir spilar sig hetju í trausti þess að almenningur trúi að meint innbrot sé ekki sviðsett. Prófsteinn er hvort stolnu gögnin komast í umferð. Meintir óvildarmenn Reynis hljóta að nýta sér upplýsingarnar, annars væri innbrotið tilgangslaust. Ef engar upplýsingar dúkka upp er ritstjórinn í öngstræti. Trúverðugleiki innbrotsins er í hættu.
Hafi innbrotið verið framið af óvildarmönnum ritstjórans hljóta fréttir af Reyni ritstjóra og samskiptum hans við auðmenn að birtast í fjölmiðlum næstu daga. Annars gæti aumingja Reynir lent í þeirri stöðu að dreifa óhróðri um sjálfan sig. Til að halda stöðu sinni sem trúverðugur þolandi innbrots.
Þriðji möguleikinn er að lögreglan upplýsi málið og hvatir er liggja að baki. Furður og stórmerki gætu komið á daginn.
Hafi fengið tugi milljóna fyrir níðskrif um Róbert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Páll.
Já, Reynir sviðsetur sitt eigið innbrot eða hvað annað skýrir þennan farsa??.
Allavega var það dupíus að hann var vart búinn að tilkynna hið meinta innbrot til lögreglunnar, að mættur var á svæðið blaðamaður sem útvarpaði samsæriskenningum Reynis.
Efa að þessi atburðarrás hefði náð inní handrit ótrúverðugar kvikmyndar.
Gleymum því samt aldrei að Reynir og sonur hans seldu sálu sína í ICEsave fjárkúgun breta, sú skömm og smán dreifir aðeins seinna meir skít yfir þá sem vitna í þessa aumkunarverða málaliða.
Hvað þeir síðar gerðu getur aldrei bætt úr þeirri smán.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.1.2022 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.