Vald skrásetjara, sögur og þumall

,,Skrá­setjar­arn­ir höfðu mikið vald...," segir Marín Árnadóttir sem safnar sögum um sérvitringa og sérkennilegt fólk liðins tíma. Fólkið var söguefnið en þeir sem skráðu réðu eftirmælum.

Skrásetjarar samtímans eru fjölmiðlar og samfélagsmiðlar. Í fréttum og færslum fáum við sögur af samferðamönnum og málsefnum er tíðindum sæta. Skoðanir á mönnum og málefnum verða til með sögum. Fæstir komast yfir allt magnið og af gæðum frásagna fer tvennum sögum (tvíræðni meint).

Í gamla daga fékk saga vængi ef hún þótti snjöll eða sérlega illkvittin. Hvörf urðu í lífi manna við mergjaða sögu. Guðmundur dýri brenndi inni tengdason sinni, og hefði brennt dóttur sína, ef því var að skipta, vegna söguburðar er líkti Guðmundi við hjárænulega gamalá.

Sögur í dag fá vængi með stafrænum þumli, sem kallast læk. Áfram er skrásetjari í aðalhlutverki. Þumall kemur á eftir sögu.

Ósagðri sögu fylgir ekkert vald. Eftirsóknin eftir valdi knýr áfram sagnaflóð þar sem ægir saman aðskiljanlegustu hlutum, hóflegum og ýktum, sönnum og ósönnum, með lítið eða mikið upplýsinga- og skemmtigildi.

Þá kemur þumallinn til bjargar. Þegar annað þrýtur má alltaf færa í letur frásögn um þumla. Barn í reifum sýgur þumalinn áður en það skilur heiminn.

   


mbl.is Tíðarandi gaf skotleyfi á þetta fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að lesa stutta myndskreytta sögu hvern einasta dag,um skemmtilega seinheppinn mann; Ferdinand! Mogginn á skilið lof fyrir sögur um hann auk greinar eftir snillinga.

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2022 kl. 14:03

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þumall.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2022 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband