Sunnudagur, 9. janúar 2022
Vald skrásetjara, sögur og ţumall
,,Skrásetjararnir höfđu mikiđ vald...," segir Marín Árnadóttir sem safnar sögum um sérvitringa og sérkennilegt fólk liđins tíma. Fólkiđ var söguefniđ en ţeir sem skráđu réđu eftirmćlum.
Skrásetjarar samtímans eru fjölmiđlar og samfélagsmiđlar. Í fréttum og fćrslum fáum viđ sögur af samferđamönnum og málsefnum er tíđindum sćta. Skođanir á mönnum og málefnum verđa til međ sögum. Fćstir komast yfir allt magniđ og af gćđum frásagna fer tvennum sögum (tvírćđni meint).
Í gamla daga fékk saga vćngi ef hún ţótti snjöll eđa sérlega illkvittin. Hvörf urđu í lífi manna viđ mergjađa sögu. Guđmundur dýri brenndi inni tengdason sinni, og hefđi brennt dóttur sína, ef ţví var ađ skipta, vegna söguburđar er líkti Guđmundi viđ hjárćnulega gamalá.
Sögur í dag fá vćngi međ stafrćnum ţumli, sem kallast lćk. Áfram er skrásetjari í ađalhlutverki. Ţumall kemur á eftir sögu.
Ósagđri sögu fylgir ekkert vald. Eftirsóknin eftir valdi knýr áfram sagnaflóđ ţar sem ćgir saman ađskiljanlegustu hlutum, hóflegum og ýktum, sönnum og ósönnum, međ lítiđ eđa mikiđ upplýsinga- og skemmtigildi.
Ţá kemur ţumallinn til bjargar. Ţegar annađ ţrýtur má alltaf fćra í letur frásögn um ţumla. Barn í reifum sýgur ţumalinn áđur en ţađ skilur heiminn.
![]() |
Tíđarandi gaf skotleyfi á ţetta fólk |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Gott ađ lesa stutta myndskreytta sögu hvern einasta dag,um skemmtilega seinheppinn mann; Ferdinand! Mogginn á skiliđ lof fyrir sögur um hann auk greinar eftir snillinga.
Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2022 kl. 14:03
Ţumall.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.1.2022 kl. 22:05
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.