Bretar sigra ómíkrón án lokana

Bretar eru bjartsýnir á sigur yfir ómíkrón-útgáfu Kínaveirunnar og að sá sigur vinnist án víðtækra samfélagslokana. Bretar taka líklega upp styttri einangrun smitaðra og fylgja þar fordæmi Bandaríkjamanna.

Dálkahöfundur Telegraph þakkar dugnaði Breta að bólusetja og örva með þriðju sprautu að betur takist til í eyríkinu en á meginlandi Evrópu. Íslendingar eru enn betur settir en Bretar með bólusetningar og örvunarskot.

Ómíkron-útgáfan er veldur vægari einkennum en delta-afbrigðið, gildir almennt en sérstaklega hvað varðar bólusetta og örvaða. Sæmilegustu líkur eru á að um miðjan janúar taki ómíkrón-bylgjan að hjaðna hér á landi og ekki þurfi að þreyja veiru á þorra og góu. Nokkuð góð tíðindi það. 


mbl.is Niðurstaða liggur væntanlega fyrir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki best að aflétta bara öllu og hætta ÖLLU þessu kjaftæði.  Við erum komin með "HJARÐHEGÐUN" fyrir löngu síðan en vantar að fá "HJARÐÓNÆMI" en það virðist vera nokkuð djúpt á því og að mínu áliti fáum við það ekki nema að gefa allt frjálst og gefa þessari fjandans veiru bara lausan tauminn enda er hún bara orðin eins og venjuleg flensa og fullhraust fólk finnur varla fyrir þessu.  Nú þegar búið er að sýna fram á það að "bólusetningarnar" eru gagnslausar með öllu gegn þessari veiru, reyndar halda, þeir sem eru hvað harðastir í því að halda sprautunum að fólki að "örvunarbólusetningin" sé allra meina bót.  Þessi fundur í Velferðarnefnd Alþingis í morgun leiddi það bara í ljós að það er ekki vitaður nokkur skapaður hlutur um þessi "bóluefni" MENN VONA BARA ÞAÐ BESTA EN BÚA SIG EKKI UNDIR ÞAÐ VERSTA og svo Á að fara að "bólusetja" börn  5-11 ára gömul og er þegar byrjað..........

 

Jóhann Elíasson, 29.12.2021 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband