Miðvikudagur, 22. desember 2021
Til fyrirmyndar í kófinu
Nú þegar fyrir liggur að farsóttin rennur sitt skeið í janúar 2022 er nærtækt að spyrja hverjir hafa verið til fyrirmyndar í háttum og siðum sóttvarna.
Voru það þeir sem treystu ,,vísindunum" og biðu eftir að leiðbeiningum að ofan um hvernig skyldi reka veirusamfélag? Eða þeir sem vildu skeika að sköpuðu og skerða athafnafrelsi ekki nema í lengstu lög? Öfgarnar í hvorri meginfylkingu voru lokunarsinnar, er bæði vildu loka landinu og fólk heima hjá sér í stofufangelsi annars vegar og hins vegar þeir sem engar samfélagslegar sóttvarnir vildu hafa.
Þeir sem voru til fyrirmyndir tileinkuðu sér meðalhófið. Þeir voru meðvitaðir um óvissuna en keyrðu hvorki þjóðarskútuna hart í bak né blint í stjór.
Meðalhófið, sem sagt, er oftast til fyrirmyndar.
Allir þingmenn skimaðir á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er nú því miður ekki jafn bjartsýnn og þú á að sóttin renni sitt skeið núna í janúar.
Ástæðan er sú að það hefur fram til þessa engu breytt hversu hættulítil pestin hefur orðið. Í upphafi var við því búist að 3-4 af hverjum 100 sem smituðust af henni létust. Fljótlega kom á daginn að það hlutfall væri í það minnsta tíu sinnum lægra. Hsustið 2020 kom svo í ljós að það væri tuttugu sinnum lægra. Og á þessu ári hafa um 0,03% þeirra sem smitast hafa hérlendis dáið úr pestinni, minna en af flensu.
En þetta hefur engu breytt um hræðsluna við pestina. Sé það rétt að Omicron sé tíu sinnum hættuminna en síðasta afbrigði, mun það einhverju breyta? Ég óttast að svo verði ekki. Þegar múgsefjun hefur gripið um sig, eins og svo sannarlega hefur gerst nú, skipta nefnilega staðreyndirnar engu máli.
Líklega er eina leiðin til að vakna af múgsefjuninni sú að endurlifa tilveruna í heiminum áður en óttinn tók öll völd. Heimurinn var nefnilega líka hættulegur þá, en stjórnlaus ótti við eina af öllum hættunum var ekki það sem stýrði lífi fólks. Til að þetta gerist er hins vegar nauðsynlegt að stjórnvöld og fjölmiðlar láti af hræðsluáróðrinum. Og það getur verið erfitt fyrir þá sem fengið hafa smjörþefinn af því valdi sem óttinn færir þeim.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.12.2021 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.