Í fangelsi frásagnarinnar

Ráðandi frásögn af ómíkrónútgáfu Kínaveirunnar er að hún sé hættuleg. Sömu sóttvarnir og notaðar voru gegn frumútgáfunni og deltaafbrigðinu skal viðhafa í þessari umferð. Segir ráðandi frásögn.

,,Ef við horf­um á reynsl­una, sér­stak­lega í Dan­mörku, þá seg­ir það okk­ur að skyn­sam­legt sé að fara var­lega," segir Sigurður Ingi innviðaráðherra og endurómar viðtekna speki.

Ekki er hægt að áfellast stjórnvöld. Þau reyna sitt besta til að skerðingar og lokanir verði ekki meiri en brýnasta þörf krefur innan ramma frásagnarinnar.

Kóngur vill sigla en frásögnin hlýtur að ráða. Þeir sem efast ættu að ígrunda að eftir þrjá daga er vestræn alheimshátíð i tilefni af frásögn af fæðingu sveinbarns í útjaðri Rómarveldis. 

Fyrir tvö þúsund árum skyldi skrásetja heimsbyggðina. Nú skal hún bólusett. 


mbl.is „Virðist engan enda ætla að taka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Fyrir tvö þúsund árum að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina.

skal hún bólusett".

-----------------------------------------------------------------------------

Hérna gæti sagan verið að endurtaka sig.

Jón Þórhallsson, 21.12.2021 kl. 09:44

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hugsa upphátt; Hvernig hefði Dag Hammerskjöld,tekið á þessu ef þetta hefði gerst í dag. S.Þ.voru alvöru heimssamtök með topp mann í forsæti og mannvinur.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2021 kl. 16:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Þú svaraðir þessari spurningu sjálf, Dag Hammerskjöld var mannvinur, andstæðingur þess einræðis sem mótaði fyrstu áratugi 20. aldar.

Þá mátti vart milli sjá, hvorir lugu meira eða blekktu í áróðri sínum, kommúnistar eða nasistar.

Síðan leið tíminn og í dag sjáum við sömu vinnubrögð í áróðri og blekkingum, þar sem svart er sagt hvítt og staðreyndum og þekkingu afneitað.

Hinir trúgjörnu á Íslandi, þeir sem láta blekkja sig, eru það heppin að sóttvarnaryfirvöld héldu veirunni í skefjum þar til um 90% þjóðarinnar var fullbólusett, því geta þeir híað í öryggi síns fílabeinsturns á sóttvarnaryfirvöld.

Í Bandaríkjunum er enginn Þórólfur sem ræður, þar sem hægriöfgamenn stjórna fékk veiran frelsi til að herja, á svæðum þar sem hlutfallslega margir trúðu áróðri og blekkingum um bólusetningar, trúðu jafnvel að veiran væri meinlaus flensa fyrir alla nema gamalmenni.

Sú heimska hefur kostað um 165.000 manns lífið frá 1. júní síðastliðnum, fólk sem hefði lifað hefði það látið bólusetja sig, eða búið í ríkjum þar sem sóttvarnir héldu veirunni í skefjum.  165 þúsund manns er há tala miðað við að í fyrstu bylgjunni féll um 132.000 manns, flestir áður en sóttvarnir fóru að virka.

Það er eiginlega níð um Dag Hammerskjöld að hann, maðurinn sem helgaði líf sitt baráttu við öfga kommúnismans og nasismans, að hann hefði fallið fyrir áróðri og blekkingum hægriöfgafólks dagsins í dag.

Mannvinir stuðla aldrei að fjöldamorðum Helga.

Það er firra að láta sér detta annað í hug.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2021 kl. 19:23

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Til að fyrirbyggja misskilning þá var það í USA sem 165.000 óbólusettir einstaklingar hafa látist frá 1. júní 2021.

Mest megins fólk sem átti kost á bólusetningu en kaus að láta ekki bólusetja sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.12.2021 kl. 19:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjir lugu meir Kommar eða Nasistar? þjappaðir saman í einu ríki.Nú hafa þeir notað tímann síðan tvístrað þjóðernissinnum í sínum löndum nú er aðal vopnið stórlygar,sem auðvaldlega nýtist með nýustu tækni.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2021 kl. 22:36

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ómar minn, það er móðgun við þessa 165.000 Bandaríkjamenn að segja að þeir hafi dáið úr heimsku. Það eru miklu fleiri en Trumpistar sem hafa dáið úr þessum veikindum, þótt sennilega hafi fleiri Trumpistar dáið en Bidenistar. 

 

Ég er ennþá sannfærður um að veiran hafi verið búin til í stjórnmálalegum tilgangi af Demókrötum, eða vinstriöfgamönnum með slíkar skoðanir. Ef þú skoðar frétt frá 16. desember "Veiran hafi líklegast lekið af rannsóknarstofu" sérðu að vísindamenn hafa næstum alveg sannað að veiran var manngerð, drápstæki af mönnum hannað, sem sýnir jafnvel verra innræti en hjá dr. Mengele og slíkum hrottum, því kvikindið stökkbreytir sér og kemur aftur og aftur í breyttri mynd. 

 

Þú ert skynsamur og rökfastur maður, ég veit það ósköp vel eftir að hafa lesið marga góða pistla eftir þig, en ég veit að þú átt líka fortíð í VG, og vinstriöflunum. Það er allt í lagi mín vegna, ég hef líka stundum daðrað við þannig skoðanir. Ég tek stundum undir með öðrum sem telja kommana upphaf allra vandræða, en það eru merkimiðastjórnmál sem maður notar í hita leiksins. Fólk er fólk en ætti ekki að vera fast í hólfum ævilangt.

 

Nei, málið er þetta, þú veizt það sem rökfastur maður að það er ljót einföldun að kalla þetta heimskingja. 

 

Hér eru nokkrar ástæður fyrir umframdauðsföllum í Bandaríkjunum:

 

A) Spítalar yfirfyllast og erfiðara er að sinna hverjum sjúklingi. Starfsfólk verður þreytt og lyfjagjöf kemur kannski of seint.

 

B) Þar sem eru fátækrahverfi er líkamlegt ástand fólk lélegt í stórum hópum.

 

C) Þar sem mikið er um smit margfaldast þéttleiki smitanna, því veikt fólk framleiðir veiruna og dreifir henni. Þetta þýðir að fólk sem hefur ekki möguleika á að takast á við veikindin í einsemd eða með fáum eða á spítala undir góðri umsjá margfaldar magn veirunnar í nærumhverfi sínu, sem þýðir margfalda hættu á dauða eða hættulegum veikindum, í veldisvexti þar sem margir veikir eru saman komnir, með grímu eða ekki.

 

D) Það er rétt að algjörlega óbólusettir eru ekki vel staddir í þessum aðstæðum, en við vitum líka að jafnvel margbólusett fólk getur dáið eða veizt illa, eins og dæmin sanna. 

 

Þú skalt beina spjótum þínum að þeim sem bjuggu til veiruna. Það er næstum alveg víst að hún var búin til, drápstæki. Ekki endilega Kínverjar bjuggu hana til, en kannski, mjög ólíklega Trump eða aðrir hægriöfgamenn, (en það orð er tæplega hægt að nota um hann, því hann daðrar við lýðskrum, en það gera vinstrimenn og Joe Biden líka, það er þeirra sérsvið).

 

Ég veit að þú ert ekki eins og vinstrisinnuðu kjánarnir sem skrifa athugasemdir í DV sem þora ekki að finna sök hjá sínu fólki, sem aðhyllist jafnaðarmennsku eða vinstristefnu aðallega. Þú hefur margsinnis deilt á allra flokka kvikindi og þessvegna veit ég að þú lítur á málin víðar heldur en margir aðrir.

 

Við lifum á hræðilegum tímum Ómar, skelfilegum tímum sem minna á heimsstyrjaldirnar báðar til samans. 

 

Þjóðernisstefnan þótti falleg í upphafi 20. aldarinnar þar til skuggahliðarnar komu í ljós.

 

Umhverfisverndin hefur lengi þótt jákvæð. Ef þú tekur 100.000 umhverfisverndarsinna í dag geturðu fundið 10 eða fleiri sem bæði geta og vilja dreifa svona veiru. Það sama má segja um öfgajafnaðarmenn og öfgaalþjóðasinna. Þar eru svona skuggahliðar líka.

 

Þetta er sambærilegt. Allar jákvæðar stefnur eiga skuggahliðar og fáeina einstaklinga sem eru trúarhöfðingjar þeirrar skuggahliðar. Stundum eru þeir í felum en stundum stjórna þeir þjóðum.

 

Samsæriskenningarnar sem rugludallar velta sér uppúr snerta veruleikann, og ég vona að jarðbundið fólk eins og þú fari að kynna sér inntak þeirra betur því þá mun stríðið vinnast gegn skuggahliðum tilverunnar, myrkrinu sem þú svo oft hefur skrifað um og þarf að minnka.

Ingólfur Sigurðsson, 22.12.2021 kl. 00:09

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það er erfitt að leggja mat á hvorir ljúga meiru, þegar vitað er að báðir aðilar lugu öllu því sem þeir gátu.

Ég er sammála þér að stórlygin er vopn í dag, þróað og stýrt af myrkraröflum (notaði þetta orð bara fyrir Ingólf vin minn)sem eiga megnið af auði heimsins, og stýra okkur hinum að mestu gegnum keypta stjórnmálamenn.

Ein af stórlygunum er  hin fjármagnaða afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum, önnur er sú sem hefur náð að hremma þig, bullið í kringum bólusetningar, lygarnar um ivermectin og afneitunin á alvarleik kórónuveirufaraldursins.

Að baki er allsstaðar sama fingrafarið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2021 kl. 09:06

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Eitthvað hefur þú misskilið mig þegar þú telur að ég hafi sagt að 165.000 Bandaríkjamenn hafi dáið úr heimsku, ég sagði að þeir hefðu dáið vegna þess að þeir voru ekki bólusettir.  Heimskan sem ég vísaði í var það illvirki hægriöfgamanna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna að opna fyrir frjálst flæði veirunnar vitandi að bólusetningar voru ekki nógu almennar til að verja fólk.  Þú sérð þetta ef þú lest aftur yfir orð mín.

Ekki veit ég hvernig þú færð það út að ég hafi haldið því fram að allir óbólusettir Bandaríkjamenn væru Trumpistar, þetta er eitthvað sem þú tengir sjálfur saman í huga þínum, þá sjálfsagt út frá eigin pælingum.  Ég veit mæta vel að óbólusettir eru mjög fjölbreyttur hópur en nokkuð stórt samasemmerki er annars vegar fólk til hægri í stjórnmálum og hins vegar fólk sem má kenna við nýaldarspeki sem og anarkisma.

Enn meir er mér hulið af hverju þú spáir í stjórnmálaskoðanir mínar út frá athugasemd minni hér að ofan, það er rangt að ég hafi starfað með VG, fyrir Hrun tókst mér að kjósa alla flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn af prinsippástæðum, meir að segja Samfylkinguna áður en hún varð að Vitleysingafylkingu.  Ég er miðjumaður, en til vinstri við þá miðju eins og snillingurinn Steingrímur Hermannsson var á sínum tíma.

Það er rétt að bólusettir dóu líka í Bandaríkjunum, fyrirfram er vitað að bóluefnin veita aðeins um 90% vörn að meðaltali gegn alvarlegum veikindum, þar sem bóluefni Johnson og Johnson dregur niður meðaltalið því það hefur komið einstaklega illa út úr slagnum við Delta afbrigðið.  Heildardauðsföll í Bandaríkjunum frá 1. júní á þessu ári til 1. des í ár, er 187.000 þannig að það þarf ekki að rífast um hver er meginskýring hinna ótímabæru dauðsfalla vegna kóvid faraldursins.  Allt sem þú týndir til Ingólfur gildir jafnt um bólusetta sem og óbólusetta, hins vegar féllu flestir í þeim ríkjum þar sem slakað var of snemma á sóttvörnum, og það er það sem ég kalla heimsku.

Varðandi hvort veira var búin til á rannsóknarstofu eða ei, þá er málið mjög einfalt hvað það varðar.  Þeir sem halda því fram sanna einfaldlega mál sitt, og það hafa þeir ekki gert ennþá.  Kínverjar eru ekkert ofurríki á svið veirurannsókna, Ísraelar og Bandaríkjamenn eru fremstir í veirufræðum og hafa tækni til að greina veirur niður í minnstu einingar.  Óvinaríki Kína í Asíu hafa líka þessa tækni sem þarf, og það að enginn hafi ennþá komið með sannanir um meint fikt, segir manni eiginlega allt sem segja þarf um að þessar ásakanir séu liður í áróðursstríði, en koma vísindum ekkert við.

Það er ekkert dularfullt við veirur Ingólfur og sönnunarbyrðin er mjög einföld.  Hins vegar má vel vera að þeir hafi einangrað veiruna, allavega skrýtin tilviljun að hún blossi upp í bakgarði rannsóknarstofu þeirra í veirustríðsfræðum, en það sem slíkt er aldrei issjú í dreifingu veirunnar.

Þó mér sé tíðrætt um myrkraöflin eða það sem ég kalla hugmyndafræði andskotans, þá hef ég ekki það ímyndarafl að til dæmis Íslendingar á fyllerí í jólahlaðborði séu að vinna fyrir hin sömu myrkraröfl við veirudreifingu.

Það sem menn gleyma alltaf í þessu samhengi Ingólfur er að nútíminn fann ekki upp veirusýkingar, þær hafa fylgt mannkyni frá örófi alda og haldið aftur til dæmis myndun borgarkjarna, það eina sem dugði í gamla daga var að vera rallhálfur til að lifa af í borgum fortíðarinnar, eða alveg þar til pensilín og bólusetningar komu til. Ástæðan fyrir því að hermenn spámannsins lögðu undir sig stærsta hlutann af gamla heiminum var sú að Austurrómverska ríkið, langöflugasta stórveldið við Miðjarðarhaf á 6. og 7. öld, missti allan þrótt vegna pestarinnar, var því auðveld bráð stríðsmanna sem komu frá víðáttum eyðumerkurinnar.

Ef það er samsæri í gangi gegn mannkyni Ingólfur, þá er það hjá þeim sem fjármagna allt bullið og vitleysuna sem tröllríður netheimum, og hefur blekkt margan góðan manninn.

En djöfullinn gengur meðal vor, það sannar uppgangur hugmyndafræði hans sem við kennum við frjálshyggju, og drífur áfram þá helstefnu sem við kennum við glóbalisma.  Þú þarft ekki að segja mér neitt um samsæriskenningar, ég er með mína á hreinu.

En blessuð veiran, hún hlustar ekki á neitt svona.  Hún er ekki læs, og hún er ekki með eyru.

Hún vill bara lifa eins og við hin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.12.2021 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband