Föstudagur, 17. desember 2021
Lækning á kófi kæfð í þágu bóluefnaherferða?
COVID-19 er læknanlegt og var það snemma í farsóttinni. En lyfin voru gerð tortryggileg og öll áhersla á bólusetningu og að hræða almenning.
Þessa sögu segir bandarískur læknir, Peter McCullough, sjá hér og hér.
Eitthvað verulegt fór úrskeiðis þegar vesturlönd ákváðu ,,rétt" viðbrögð við Kínaveirunni.
Athugasemdir
Í upphafi var ætlunin að hægja á smitdreifingu til að spítalar færu ekki á kaf og vernda þá sem voru veikastir fyrir. Þ.e. hópur sem almennt hefur hæstu dánartíðni í flensum. Skiljanlegt þar sem veiran var óvenju skæð, þótt hún dræpi aðeins um 1% sjúklinga.
Þetta breyttist svo í að stoppa veiruna og eyða henni, sem meikar engan sens. Veiran gengur sinn gang hægt eða hratt eftir skorpum heilbrigðisyfirvalda.
3%-11% þegna fær flensu árlega. Það er ekki stærra hlutfall. Hinir einfaldlega fá hana ekki, hvað sem veldur því.
Hér þýðir þetta að í versta falli munu 35-40.000 muni fá þetta. Á tveim árum hafa um 4% smitast (2% ári).
Nú hafa rúm 20þ smitast. Þessi 15-20%þ sem eftir eru af kvótanum (eftir hæsta hlutfalli) mættu smitast af þessu óskorðað næstu þrjá mánuði ef tekið er tillit til þess hve saklaus þessi veira er orðin.
Með 200 smit á dag mætti samkvæmt þessu reikna með veldisvexti upp í ca. 500 fram í mars og svo spái ég því að kúrvan hrynji og hjarðónæmi náist. (Þ.e. Ef allt er gefið frjálst)
Skora á heilbrigðisyfirvöld að drífa í þessu og fara bara í jólafrí meðan þetta gengur sér til húðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.12.2021 kl. 03:02
Blessaður Páll.
Það er aðdáunarvert hvað þú hefur haldið það lengi út að halda þig við staðreyndir og málefni í kóvid faraldrinum, en svona í ljósi þess hvað þú hefur gaman að því að fífla í loftslagsmálum, þá er ekki hægt að segja að krosstré hafi brugðist í þessum pistli þínum.
Sem skarpur maður veistu að það er auðvelt að fakttékka alla svona meinta andófsmenn eins og Pétur hérna að ofan, sjá hvað þeir fara mikið rangt með til að fóðra vitleysingahjörðina. Þú einn getur svarað hvort þú gerir það, mig persónulega grunar að þú eigir einhvern topp tíu lista, það myndi allavega skýra leitnina í skrifum þínum um lofslagsmál.
Hérna er linkur á tékkið hjá AFP; https://factcheck.afp.com/us-cardiologist-makes-false-claims-about-covid-19-vaccination
Vissulega er árangursríkara að skvetta vatni á gæs en að reyna að leiðrétta bullið sem fólk kýs að trúa, en eins kalhæðið það er að nú er mögnun skýstróka í USA farin að hrista uppí belti lofslagsafneitara í bókstafslegri merkingum, þá er það hreinlega fyndið hvernig kóvid veiran ræðst að fólki sem afneitar alvarleik hennar. Það stráfellur í Bandaríkjunum, lifi það af þá er það gjaldþrota eftir spítaladvölina því sjúkratryggingar þar vestra eru í umvörpum að setja í skilmála sína að þær tryggi ekki fífl.
Þess vegna eiga vestræn stjórnvöld að hætta þessu stríði við óbólusetta, veiran sér um þá.
Það er ekki líðandi þegar stjórnvöld hafa staðið við sitt að bjóða almenningi uppá öruggar bólusetningar, að þeim sama almenningi sé haldið í fjötrum sóttvarna með tilvísan í þann hóp fólks sem lætur menn eins og þig fóðra sig á bábiljum.
Þar er fólk frjálst, engin nauðung að baki.
Frelsi þess á ekki að þýða frelsisskerðingu okkar hinna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.12.2021 kl. 10:53
Ég hallast að því að ómar sé að grínast þegar hann talar um öruggar bólusetningar og að hvirfilbylur í Bandaríkjunum sé merki um manngerðar loftslagsbreytingar.
Kristinn Bjarnason, 19.12.2021 kl. 12:58
Blessaður Kristinn.
Það er staðreynd að jörðin er að hlýna, það er líka staðreynd að vindur verður ekki til að sjálfu sér, hitamismunur skýrir vind. Vegna hlýnunar jarðar er það líka staðreynd að skýstrókar eru að magnast, og svæðin sem þeir herja á stækkar. Það er líka staðreynd að hlutfall afneitunarsinna á öllu mögulegu er hlutfallslega hátt inn til landsins í USA, og þess vegna er ég ekki að grínast þegar ég bendi á að núna séu skýstrókar að hrista uppí þeim á svæðum sem áður voru óhult.
Mér finnst það hins vegar fyndið.
Og já, ég er ekki fáfróður, bólusetningar gegn kóvid eru öruggar, í þeirri fullyrðingu felst ekki að þær séu án aukaverkana.
Ef svo væri þá væru þær lyfleysa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.12.2021 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.