Dauði frjálslyndra hægrimanna

Breski íhaldsflokkurinn tapaði í nótt þingsæti sem flokkurinn hefur í 200 ár, já tvöhundruð. Þótt staðbundnar aðstæður í Norður-Skreppuskíri ráði einhverju er það pólitík Boris Johnson forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins sem að mestu skýrir úrslitin.

Johnson trúir á manngert veðurfar og samfélagslokanir í farsótt. Hvorutveggja er vinstripólitík sem hægrimenn taka upp í nafni frjálslyndis. Þriðja frjálslyndið er wokeismi um að kynin séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða seytján; fer eftir hentugleikum.

Vinstrióreiða á ekki upp á pallborðið hjá hægrikjósendum þótt klædd sé frjálslyndum búningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Frjálslyndi."  írónísk orðnotkun, það.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.12.2021 kl. 12:24

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Þetta er rétt hjá þér, þeir sem styðja hægri flokka vilja einstaklingsfrelsi og frelsi til athafna. Covid stefna Boris gengur einmitt gegn þessu grundvallargildi hægri stefnu og því refsa eða leita þessir kjósendur annað.

Birgir Loftsson, 17.12.2021 kl. 12:25

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er leitt því Boris var um margt efnilegur. En hann er að fara með sig, því miður:Þetta er það og fer með Kötu litlu á endanum líka: "Manngert veðurfar og samfélagslokanir í farsótt. Hvorutveggja er vinstripólitík sem hægrimenn taka upp í nafni frjálslyndis. Þriðja frjálslyndið er wokeismi um að kynin séu ekki tvö heldur þrjú, fimm eða seytján; fer eftir hentugleikum" Svo lemur almenn vinstri heimska sem aðeins menn eins og Bjarni Ben og Siggi Ingi geta stundum dempað nægilega niður, þá er um að gera að glotta sem breiðast og allir afstöðuleysingjar verða ánægðir aftur

Halldór Jónsson, 17.12.2021 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband