RÚV af auglýsingamarkaði

Bein framlög ríkisins til RÚV eru 5 milljarðar króna. Sú fjárhæð er meira en nóg til að ríkisfjölmiðillinn uppfylli ,,lýðræðislegar, menningarlegar og samfélagslegar þarfir í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu á sviði útvarps." En það er hlutverk þessarar sameignar þjóðarinnar.

Á seinni árum hefur RÚV farið langt fram úr sínu hlutverki. Í krafti ofurvalds á fjölmiðlamarkaði ryður ríkisfjölmiðillinn brautina fyrir ómenningu þar sem skotmörk eru tekin fyrir, Samherji og KSÍ eru nýleg dæmi. Í skipulegri samvinnu við aðra fjölmiðla, Stundina og Kjarnann, er efnt til herferða gegn einstaklingum og aðilum í samfélaginu sem RÚV hefur vanþóknun á. En  það er ekki hlutverk RÚV að hafa vanþóknun á þessum eða hinum og efna til herferða að sýna fólk og fyrirtæki óalandi og óferjandi.

RÚV þarf að minnka til að lýðræðisleg og frjáls umræða fái þrifist í landinu. Einfaldasta leiðin til að minnka ríkisfjölmiðilinn er að taka hann af auglýsingamarkaði. Það er gert með lagasetningu. 


mbl.is Engin aðhaldskrafa gerð á Ríkisútvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar altaf röddina inn á rúv sem  á að færa okkur VONINA :

"Á seinni árum hefur RÚV farið langt fram úr sínu hlutverki.

Í krafti ofurvalds á fjölmiðlamarkaði

ryður ríkisfjölmiðillinn brautina fyrir ómenningu":

Þetta er allt saman rétt hjá þér ;

dagskráin er ekkert nema fíflagangur,

myrkramyndefni og viðtöl við aumingja vikunnar: 

https://www.youtube.com/watch?v=-ELSP8zqhXo

Jón Þórhallsson, 13.12.2021 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband