Siðblindir á Efstaleiti - hvað segir Katrín forsætis?

Þann 27. maí birtist á RÚV samantekt um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Efnisatriðin voru úr fylgiútgáfum ríkisfjölmiðilsins, Stundinni og Kjarnanum, sem upphaflega fengu efnið frá RÚV

Í samantekt RÚV frá 27. maí er ein efnisgrein sérstaklega athyglisverð. Hún er svohljóðandi.

Samherji hefur ekki tjáð sig um starfsemi skæruliðadeildarinnar en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er búin að því og segir að fyrirtækið sé komið langt út fyrir mörk sem talin eru eðlileg í samfélaginu. 

Þegar fréttastofa RÚV birti þennan texta vissu að minnsta kosti þrír starfsmenn fréttastofu, þar af tveir yfirmenn, að allar upplýsingarnar um ,,skæruliðadeildina" voru fengnar með lögbroti, eitrun á Páli skipstjóra og stuldi á símtæki hans.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ginnt til að draga fordæmingarvagn siðblindra á Efstaleiti. RÚV stendur að alvarlegum glæp, manni er byrlað eitur og stolið er frá honum. Eftir glæpinn er fórnarlambið sakað um að fara ,,langt út fyrir mörk sem talin eru eðlileg." Nauðgarinn drusluskammar þolandann. Siðblinda í sinni tærustu mynd.  

Glæpaleiti starfar með blessun forsætisráðherra. Hve lengi enn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skyldi ruv kæra þig fyrir meiðyrði Páll eða er þögn sama og samþykki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2021 kl. 08:51

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Heimir, Efstaleiti bíður eftir nýjum ráðherra til að beita fyrir vagn sinn. Þá er vitanlega eftirvænting eftir niðurstöðu lögreglurannsóknar.

Páll Vilhjálmsson, 28.11.2021 kl. 09:57

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lögreglurannsóknin vel á minnst, enginn annar en þú minnist á hana. Hver er skýring á því?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.11.2021 kl. 11:44

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hugleysi.

Páll Vilhjálmsson, 28.11.2021 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband