Þolendavaldið

Ungur karlmaður, leikari, sagði sig þolanda útskúfunarmenningar. Hann sendi frá sér mynd af kynfærunum fyrir 4 árum og fær ekki vinnu síðan. Óðara risu á afturfæturna helstu handhafar þolendavalds, öfgafemínistar, fussuðu og sveiuðu og sögðu leikarann geranda en alls ekki þolanda.

Femínistar vita sem er að ef viðurkennt er að konur standi til jafns við karla í samfélaginu hverfur grundvöllur þolendavalds. Öfgakonur mega ekki til þess hugsa að konur séu annað en leiksoppar feðraveldis. Veruleikinn er aftur sá að konur sitja í æðstu embættum til jafns við karla. Ung kona í dag hefur sömu tækifæri í lífinu og ungur karl. 

í baráttunni um verkalýðsfélagið Eflingu eru tveir aðilar í harðri samkeppni um þolendavaldið. Fallna sósíalíska tvíeykið Sólveig Anna og Viðar annars vegar og hins vegar skrifstofufólk Eflingar. 

Sá sem keppir um þolendavald útmálar bágindi sín sterkum litum. Höfðað er til aumingjagæsku.

Í gamla bændasamfélaginu voru þeir kallaðir aumingjar sem voru ósjálfbjarga, upp á aðra komnir. Öfgafemínistar og sósíalistar þrífast í skjóli borgaralegrar mannúðar í samfélagi byggðu á kristnum gildum.

Þolendavaldið er tjáning á sjálfsfyrirlitningu aumingjans sem er illa gerður til hugar og handa en heimtar velgjörðir út á það að vera viðrini. Hótunin er að bera út velgjörðamanninn sem níðing fái viðrinið ekki sitt fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Nú verða einhverjir einstaklingar brjálaðir.

Snorri Bergz, 5.11.2021 kl. 09:41

2 Smámynd: rhansen

Segir allt sem segja þarf Páll !  Snild .......

rhansen, 5.11.2021 kl. 10:38

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fjölþreifni um kvennabekki er ekki liðin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2021 kl. 10:44

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þá var nú gamla feðraveldið geðslegra; bíta á jaxlinn og bølva í hljóði. 

Ragnhildur Kolka, 5.11.2021 kl. 10:56

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hverju orði sannara.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2021 kl. 11:45

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þá hefðu þið átt að hlusta á ÚS í morgun eða kl 11,karlmaður hringdi frá Póllandi Ragnar minnir mig,hann var poppsöngvari á yngri árum með Skriðjöklum.Af gefnu umræðna um áreitni karla gegn konum, sagði hann frá djörfu kvenfólki sem áreittu hann og oft með því að klípa hann í punginn eða þar í kring.þegar Pétur spurði hann með hluttekningu hvort þetta hafi ekki verið vont? Svaraði hann;"Nei mér fannst það gott." lo Síðan var spilað lag með honum.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 14:47

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðu Páll.

Ég held persónulega að þú ættir að kíkja á Helga uppá geðdeild, það er eitthvað mikið að hjá þér.

Ég hef sjaldan lesið eins mikla lágkúru, þar sem tilefnið og efnistök buðu uppá skýra og skarpa greiningu.

Og ég vorkenni, i alvöru talað því fólki sem tók undir með þér.

Þess eina afsökun er fattleysið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2021 kl. 15:44

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar hvernig geturðu haldið eitthvað nema persónulega? Ég ráðlegg þér ekkert og þér kemur ág eki við.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 15:49

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrétt seiustu 3-ég ekki við.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 15:50

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Það að vísa persónulega í að Páll ætti að kíkja á fjandvin sinn Helga Seljan uppá geðdeild er mat sem algjörlega kemur þér ekkert við, nema að þú upplifir samsinnun við alla Helga þessa lands.

Þar að leiðandi er ég ekki að ráðleggja þér eitt eða neitt, en hins vegar ert þú hluti af þeim hóp sem ég vorkenni að taka undir fáheyrða lágkúru Páls, og það er mitt mat að vorkenna, en ekki til dæmis að fordæma.

Vorkunn mín á þér varð til vegna þess sem ég las hjá Páli, og þess að þú mættir hér inn og lagðir út af orðum hans, án þess að það væri ljóst að þú hefðir fyrst ælt yfir þeim eins og hverjum öðrum viðbjóði.

Helga, það eru takmörk fyrir öllu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2021 kl. 16:20

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessaður Ómar,Ég þarf ekki að æla eins og faresei til að opinbera góðmennsku mína, en Pál mun ég biðjast velvirðingar og trúi að slíkur snillingur með íslenskt mál skilji bráðgera kerlingu sem enn lifir á því að snúa dagrenningunni í glens.Raunar upplifun grallara út i heimi á erindi til hlustenda.þar fékk ég putta-áminningu svo ég hætti núna. Góðar stundir omar og allir.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 17:23

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ef þú skynjar ekki sjúkleikann á bak við þessa rökfærslu;

"Í gamla bændasamfélaginu voru þeir kallaðir aumingjar sem voru ósjálfbjarga, upp á aðra komnir. Öfgafemínistar og sósíalistar þrífast í skjóli borgaralegrar mannúðar í samfélagi byggðu á kristnum gildum.

Þolendavaldið er tjáning á sjálfsfyrirlitningu aumingjans sem er illa gerður til hugar og handa en heimtar velgjörðir út á það að vera viðrini. Hótunin er að bera út velgjörðamanninn sem níðing fái viðrinið ekki sitt fram.".

þá skil ég vel að þú ælir ekki.

En það segir aðeins um, ja í besta falli gerendameðvirkni.

Það er brýnt að berjast við öfga, múgæsingu, aftökur án dóms og laga. 

En svona rökfærsla berst ekki gegn slíku, hún er skaðleg, og það sem verra er, sjúkleiki hennar dreifir skít á  aðra sem heyja baráttuna, bendlaðir við að vera hluti af hinu lægsta af hinu lága rökræðunnar.

Hin algjöra mannfyrirlitning var ekki þín Helga, en þú kóaðir með henni.  Illt verra væri að biðja gerandann afsökunar á því, en réttara væri að lesa aftur yfir, og fara svo fram á klósett og æla.

Legg til að þú lesir aftur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2021 kl. 17:54

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enn get ég ekki annað en brosað: allt byrjaði þeð með því að ég las byrjun færslu þinnar,án þess að sjá kveðjuna "Blessaður Páll"---- Síðan las ég fyrstu málsgreina og hleyp yfir á-ið. þf. Helga er Nf. mitt  ó mig auma! 

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 18:03

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

No=nafnorð mitt.

Helga Kristjánsdóttir, 5.11.2021 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband