Fimmtudagur, 4. nóvember 2021
Iðrun
Krafa samtímans er iðrun. Maður á sem einstaklingur að iðrast gjörða sinna sé minnsta hætta að á vegkantinum eftir lífsins ferðalag sitji þolandi orða manns og athafna.
Við eigum sem tegund að iðrast gjörða okkar, sérstaklega fyrir að hafa böðlast á móður jörð allan þennan tíma.
Á undan iðrun komi sjálfgagnrýni þar sem bæði einstaklingur og mannkyn allt játar á sig stórar syndir og smáar. Krafan um að beygja sig í duftið er jafngömul kristni. Veraldleg trúarbrögð, s.s. kommúnismi, beittu henni óspart á velmektardögum sínum.
Þegar til stykkisins kemur eigum við að iðrast að hafa fæðst og dregið lífsandann.
Iðrunarmenningin nær fyrirsjáanlega hámarki innan tíðar. Líkt og önnur menningarfyrirbæri rís og hnígur ein bylgja og önnur tekur við. Þegar glittir í næstu tísku. Það má veðja á að eftir iðrun kemur hroki. Þolendahroki.
Eins og segir ekki í heilagri ritningu: Sælir eru þolendur. Þeir munu landið erfa.
Athugasemdir
Svo er það hvort nokkurn tímann sé hægt sé að sýna nógu mikla iðrun til að fullnægja kröfum öfga fólkisins
Kröfurnar þar eru mun meiri en hjá Kaþólsku kirkjunni sem útdeilir í skriftarstólnum refsingum um að fara með 10 bænir um iðrun í nafni Maríu og málið er dautt og þú kemst inn í himnaríki
Líkurnar að iðrunarferlið verði einsog með nornir í gamla daga þegar konunum var hent út í vatn og einungis ef þær sukku þá voru þær saklausar eða höfðu iðrast
Grímur Kjartansson, 4.11.2021 kl. 09:37
Hvernig verður jörðin þegar eingöngu ofurjarlar og junkur byggja hana eða stefna þau ekki að því.Engan að böðlast á eða verður samheldnin ekki eins og í dag: Sameinast um Covid,hamfaraveður og innflutning fólks til landa eins og okkar sem hafa staðið af sér allar heimsins plágur og ofsaveður,sem tóku fyrirvinnur barna forfeðra okkar en aldrei dignaði Fjallkonan. OG nú er það ekki Ónýtt fullt hús matar,orku og innviðum. Já hvernig búnast sjálfum glaða góða fólki heimsins með allar gráðurnar saman?
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2021 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.