Miðvikudagur, 3. nóvember 2021
Nornaveiðar og loftslag
Konur voru brenndar á báli á 17. öld, sakaðar um að vera nornir. Litla ísöld er tímabilið kallað frá 1300 til 1900. Á kaldasta tímabilinu 1560 til 1580 var kveikt í konum í kippum í Evrópu. Það þurfti að kenna einhverjum um kuldakastið, segir í samantekt um málið.
Á 17. öld trúði almenningur að nornir væru til. Í samtímanum trúir almenningur á syndina í manninum.
Á 17. öld var kuldatíð sem enginn gat skýrt nema með vísun í yfirskilvitleg öfl. Á okkar dögum er hvorki kulda- né hitatíð. Frá 1880 hefur meðalhiti hækkað um eina gráðu. Það er viðurkennd staðreynd, óumdeild. Hamfarirnar eru í huga fólks ekki veruleikanum.
Án staðreynda er skáldað um framtíðina, að hún verði manngerð hörmung. Sænsk saklaus unglingsstúlka flytur boðskap um endalok heimsins. I leiðinni varpar Gréta ljósi á trúarmenninguna um syndugt mannkyn. Vísindaskáldskapur og erfðasyndin. Gott bíó.
Greta segir stjórnmálamenn bara vera að þykjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rithöfundur sem ég held mikið upp á snéri þessu alveg við, dr. Helgi Pjeturss, en hann skrifaði á þá leið að helstefnuhugarfarið sem ríkti á meðan kirkjan hafði mest völd og kreddubundið hugarfar tortryggninnar í garð annarra hafi hreinlega valdið litlu ísöld. Maðurinn er hluti af náttúrunni. Þótt hann hafi verið náttúrufræðingur að menntun hafði hann mikinn áhuga á dulspeki eins og þessi skýring sýnir.
En hvort sem kærleikur eða andúð hefur áhrif á veðurfar eru kærleikskenningar Krists sígildar.
Ingólfur Sigurðsson, 3.11.2021 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.