Ţriđjudagur, 2. nóvember 2021
Sími skipstjórans í Samherjamálinu
Í viđtengdri frétt segir ađ lögreglan ţurfi úrskurđ dómstóla til ađ rannsaka innhald snjallsíma í tengslum viđ glćparannsókn.
Landsréttur hefur stađfest úrskurđ Hérađsdóms Reykjaness um ađ lögreglustjóranum á Suđurnesjum sé heimil rannsókn á rafrćnu efnisinnihaldi Samsung-snjallsíma sem lagt var hald á 23. október síđastliđinn.
Víkur ţá sögunni ađ Samherjamálinu. Í sumar var frétt um ađ síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi veriđ stoliđ međan hann lá á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Garđar Gíslason lögmađur Samherja stađfestir ţađ í samtali viđ Morgunblađiđ í maí.
Páll er skipstjóri hjá Samherja og hafđi svarađ RÚV-málflutningi um meinta spillingu Samherja fullum hálsi en átti ađ öđru leyti enga málsađild.
Eftir ađ síma Páls var stoliđ komst innihald símans til RÚV og samstarfsfjölmiđla sem vitnuđu ótćpilega í samskipti Páls viđ ađra undir ţeim formerkjum ađ Páll vćri í ,,skćruliđadeild" Samherja.
En nú vaknar spurning. Fékk RÚV eđa einhver samstarfsađili dómsúrskurđ til ađ nota efni úr snjallsímanum? Ţađ er harla ólíklegt enda hefđi Páll skipstjóri líklega eitthvađ um ţađ ađ segja hvort sóttar vćru upplýsingar í símann.
Varla er ţađ svo ađ RÚV og samstarfsađilar hafi rýmri heimild en lögreglan ađ skođa síma einstaklinga út í bć sem hafa ţađ eitt til saka unniđ ađ bera blak af Samherja?
Einhverra hluta vegna gufađi allur fréttaflutningur upp af stolnum síma Páls skipstjóra. Alveg eins og fréttum af ţví ađ engin ákćra var gefin út í Namibíu á Samherja var sópađ undir teppiđ á ótilgreindri deild.
Eftir stendur rökstuddur grunur um alvarlegt brot á mannréttindum Páls Steingrímssonar. Verđur máliđ ekki rannsakađ? Mun enginn ţurfa ađ svara til saka?
Mega skođa síma vegna meintra hótana og ofbeldis | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.