Blaðamaður, sjarmerandi, siðblindur - og afhjúpaður

Hann var stjörnufréttamaður. Ungur, sjarmerandi, sópaði til sín verðlaunum og fékk 100% stuðning atvinnuveitenda sinna til að afhjúpa svindl, spillingu og annan heimsóhroða.

Claas Relotius gekk allt í haginn þangað til annan blaðamann, Juan Moreno, tók að gruna stjörnublaðamanninn um græsku. Báðir störfuðu á Der Spiegel, virtri útgáfu í Þýskalandi. Moreno var rakkaður niður fyrir að efast um trúverðugleika ljúflingsins með sjarmann. En, til að gera langa sögu stutta, var Claas Relotius afhjúpaður. Hann reyndist raðlygari, skáldaði og kallaði fréttir.

Eftir afhjúpunina tékkaði Relotius inn á geðdeild í Suður-Þýskalandi, að eigin sögn, en það sást til hans á sama tíma í Hamborg í Norður-Þýskalandi úti að hjóla. Ímynduð vist á geðdeild er siðlausum blaðamönnum einkar hugleikin.

Relotius eru allar bjargir bannaðar í Þýskalandi. Hann skrifar núna fyrir bókmenntatímarit í Sviss. Svipað og íslenskur blaðamaður af stalli fallinn skrifaði vertíðarfréttir í færeyskt héraðstímarit.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Úps.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.10.2021 kl. 09:16

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki að ósekju að til eru orðatiltæki e.o. Ekki er allt sem sýnist og oft er flagð undir fögru skinni. Það ætti að vera frumkrafa að blaðamenn kunni skil á því sem er og því sem sýnist.

Ragnhildur Kolka, 25.10.2021 kl. 10:19

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég nota orðið blaðamaður sem safnheiti yfir alla sem fást við fréttamennsku og fjölmiðlun. Svona svo fjandvinur minn Sigfús Ómar fari nú ekki að misskilja eitthvað og leggja svo skapandi út af því. 

Ragnhildur Kolka, 25.10.2021 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband