Sunnudagur, 24. október 2021
Heimakennsla og hæglætislíf
Mosfellsk móðir, Sólveig Svavarsdóttir, bjó til heimaskóla fyrir son sinn og það virðist virka. Sólveig fylgir hugmyndafræði sem kennd er við hæglæti.
Skólar henta flestum börnum en ekki öllum. Heimanám er valkostur sem ætti að kanna nánar.
Heimanám gæti bæði hentað nemendum í grunn- og framhaldsskóla. Þegar skólar lokuðu vegna sóttvarna sýndi það sig að heimanám í fjarkennslu virkar. Ekki þó hjá öllum. Sumir þurfa það félagslega aðhald sem fylgir að mæta í skóla. En framhaldsskólakennarar höfðu orð á að heimanámið hefði eflt með nemendum sjálfstæði.
Fyrir utan uppeldisfræðina í heimanámi er hugmyndin um hæglætislíf með ómótstæðilegan þokka. Fegurðin og heimsskilningurinn byrjar alltaf heima.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.