Fimmtudagur, 21. október 2021
Ingólfur, Leifur og loftslagið í Garðabæ
Í fornum sögum íslenskum segir að um 985 hafi Eiríkur rauði haldið til Grænlands. Um 15 árum seinna sigldi Leifur sonur hans heppni til Vínlands. Einnig er getið um Bjarna Herjólfsson sem sá land í vestri frá Grænlandi en kannaði ekki.
Nýjar rannsóknir staðfesta að víkingar hafi tekið land í Ameríku hálfu árþúsundi áður en Kristófer Kólumbus og félagar sigldu yfir hafið.
Byggð Íslendinga á Grænlandi og landafundur Ameríku hófst á svokölluðu miðaldahlýskeiði í loftslagssögunni, um 900 til 1300.
Sá sem fyrstur er sagður norrænna manna hafa tekið bólfestu á Íslandi hét Ingólfur Arnarson, segir í fornum ritum, og það í öndverðu hlýskeiði.
Færri vita að Ingólfur gerði sér híbýli á Hofstöðum í Garðabæ. Sennilega var heilnæmasta loftslagið þar fyrir frjálshuga menn.
![]() |
Náðu að staðfesta ártalið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur nokkuð orðið breyting á frjálslyndisloftslaginu í Garðabæ?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2021 kl. 14:57
Nei, ekki á talandi stundu Heimir. Frjálsir menn fá enn loft í lungun hér í landnámi Ingólfs.
Páll Vilhjálmsson, 21.10.2021 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.