Siðblinda og geðveikt slúður Önnu Sigrúnar

Anna Sigrún Baldursdóttir skrifar bakþanka Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er Geðveikt. Bæði Vísir og Hringbraut segja Önnu Sigrúnu senda tilfallandi höfundi pillu í bakþankanum. En líkt og háttur er slægra er skotmarkið ekki nafngreint. Tilgangurinn er að breiða út slúður að hætti Gróu á Efstaleiti.

Anna Sigrún mun vera starfsmaður í heilbrigðiskerfinu og leitar að siðblindu í hjáverkum. Skoðum hvað geðlæknir segir um siðblindu: 

Siðblindir upplifa síður djúpstæðar tilfinningar eins og ást, sorg eða tryggð og eru illa færir um eðlilegt og náið tilfinningalegt samband við aðra manneskju. Þeir eru kaldlyndir, eiga erfitt með að setja sig í spor annarra og sjá ekki annað fólk sem hugsandi tilfinningaverur. Þetta eru oft sjálfumglaðir og hrokafullir einstaklingar sem hunsa reglur samfélagsins til þess að fullnægja eigin þörfum, sama hvað það kostar, án sektarkenndar eða eftirsjár. Margir siðblindir eru hvatvísir og hafa litla sjálfsstjórn. Ógnandi hegðun og ofbeldi eru hluti af vopnabúri þeirra til að ná markmiðum sínum. Þeir hafa yfirleitt fá eða engin langtímamarkmið heldur lifa fyrir daginn í dag og þeim fer fljótt að leiðast ef ekkert er um að vera til að svala spennufíkninni. Aðrir siðblindir eru minna bráðir og nota persónutöfra, lymskulega stjórnsemi, lygar, svik og blekkingar í samskiptum við aðra. Siðblindir þekkja almennt muninn á réttu og röngu, eru meðvitaðir um afleiðingar gjörða sinna, en þeir taka enga ábyrgð á þeim. Sterk tengsl eru milli siðblindu og beitingar ofbeldis. Um 20% fanga eru siðblindir og  þessir einstaklingar tilheyra hópi erfiðustu og hættulegustu afbrotamannanna.

Ef Anna Sigrún hefði haft tilfallandi höfund í meðferð væri þetta giska grimm og afgerandi analísa. En Anna Sigrún og Páll Vilhjálmsson hafa aldrei hist, svo vitað sé. 

Hitt er vitað Anna Sigrún og Páll hafa hvort sína skoðun á málefnum RÚV og finnst sitthvað um leiksýningar sem þar eru sviðsettar. 

Anna Sigrún færir vinnubrögð RÚV yfir á svið geðsjúkdóma. Útkoman sú sama, slúður án heimilda. Eins og Anna Sigrún segir sjálf: geðveikt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég set nú eiginlega mest spurningamerki við lýsingar hennar á meintum geðbresti. Þær eru allar fullyrðingar. Ekkert stundum, oft, líklegir (ar)etc.

Einnig má spurja sig af hverju öll lýsingin er í karlkyni þegar einfalt væri að nota hlutlausara orðalag við lýsingu sjúkdómseinkenna.

Ég trúi því ekki að hún hafi próf í þessum fræðum fyrr en ég sé sönnun fyrir því.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.10.2021 kl. 19:34

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég rann nú ekki á þessi skrif hjá þeirri sem vísað er til, en háttvirtur höfundur, tókstu þetta til þín ? 

Vonunum bara áfram að blindir fái sýn á endanum....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.10.2021 kl. 20:05

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Frekar hjákátleg skrif hjá Önnu Sigríði. Ekki mjög fagmannlegt af hjúkrunarfræðingi að setja upp svona einfalda mynd, þ.s. Winston Churchill og Martin Lúther er teflt gegn total-siðleysingjanum PallaVill. En hún er reyndar ekki geðlæknir og fyrirgefst því barnaskapurinn. Hún hafði þó vit á að nefna PV ekki á nafn en í framhaldinu, með þessu undirspili, má ætla að Helgi Churchill-Kristur-King láti fljótlega á sér kræla aftur.

Ljós heimsins verður að lifa áfram hjá RÚV.

Ragnhildur Kolka, 20.10.2021 kl. 20:43

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Var það ekki kötturinn í Lísu í Undralandi sem sagði
"ef við erum öll geðveik samtímis þá eru við varla geðveik"

Grímur Kjartansson, 20.10.2021 kl. 20:49

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gaman að sjá Kolku koma hér fram með eina smjörklípuna enn til stuðnings sína manns, enda sannur samherji.

Munurinn hinsvegar á því sem Kolka skrifar og það sem þessi Anna Sigrúna srifar, hver sem hún kann að vera (og nefnir ekki höfund einu nafni) að téð Anna er mun skemmtilegri að sjá í skrifum sínum en Kolka.

En báðar eiga það sameiginlegt að hafa lagt krafta sína til heilbrigðiskerfis, rekið af ríkinu.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.10.2021 kl. 21:27

6 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þótt ég sé ekki alltaf sammála Páli, þá met ég hann mikils, en vildi þó benda á sem „brennt barn“ að halda sig við boltann en fara ekki í manninn.  Þannig höldum við umræðunni málefnalegri.   Sjáflur fæ ég lítla aðra gagnrýni en að ég sé með „karlmennsku kvenfyrirlitningu“ og nær málefnalegri umræðu komast feministarnir ekki og gripu því til þess ráðs að fá mannauðsstjóra og rektor HR til að stinga mig í bakið.  Nú er ég afturgenginn og hnífsstungur bíta ekki lengur.

Kristinn Sigurjónsson, 20.10.2021 kl. 21:38

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þú hrekkur alltaf við Sigfús þegar Ragnhildur Kolka skrifar hér.Hún þarf ekki nema hálfa línu og þú rennur á rassinn í smjörklípunni,Why?

Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2021 kl. 00:04

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þegar samherjar höfundar koma fram og fara í manninnn frekar en málefni, líkt og Kolka og hennar eins gera, þá verður einfaldlega.

Segir sig sjálft.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.10.2021 kl. 20:58

9 Smámynd: Haraldur Ólafsson

Í grein Önnu Sigrúnar er fjallað um Lincoln og Chruchill.  Lincoln leiddi styrjöld sem kom um milljón manns fyrir kattarnef og hlutur Churchills í 80 milljón manna blóðbaði fyrir mannsaldri er drjúgur. Það er mjög sérkennilegt að halda því fram að þessir mann hafi verið haldnir "djúpri samkennd með öðru fólki". Nær væri að draga gagnstæða ályktun.

Haraldur Ólafsson, 22.10.2021 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband