Píratar og RÚV hóta spillingarumræðu

Samtök sem Píratar stjórna hóta að klína spillingarstimpli á Ísland verði ekki farið að kröfum þeirra um endurkosningu í NV-kjördæmi. RÚV lögmætir hótun Pírata með falsfrétt.

Transparency International er hluti af alþjóðastarfi Pírata. Þar dunda Píratar sér við að skrifa skýrslur um spillingu sem þeir sjálfir bjóðast til að lagfæra. Auðvitað á góðu kaupi í þægilegri innivinnu.

RÚV er ekki að hafa fyrir því að greina frá stöðu Transparency International í tengslaneti Pírata. Það er einkenni falsfrétta að segja aðeins hálfa söguna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Píratar virðast hafa verið búnir að bua til þessa áætlun fyrir kosningar
Allavega þá reyndi Björn Leví að tortryggja notkun ökuskírteina til persónugreiningar við utankjörstaðakosningu

Grímur Kjartansson, 5.10.2021 kl. 15:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rangfærslur og að skjóta sendiboðann eru líka einkenni falsfrétta.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2021 kl. 17:40

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Uppkosning myndi án minnsta vafa fleyta Brynjari á þing. Píratar munu ekki mæta til að styðja einn pírata gegn öðrum. Kjósendur í Norðvestur munu ekki fylkja sér um tapara.

Besta lausnin, séu hagsmunir Íslands hafðir í huga, er uppkosning. En auðvitað verður bara að fara að lögum. Píratar álíta lögin leikreglur fyrir aðra, ekki sig. Nóg er að skoða lögmannsferil frambjóðanda pírata til að átta sig á þessu.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.10.2021 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband