Sáttastjórnin lifir

Sáttastjórnin frá 2017 fékk skýrt og ótvírætt umboð þjóðarinnar í gær. Hófsöm stjórnmálöfl fengu umboð til að halda áfram vegferð sem hófst fyrir fjórum árum.

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír eru stærstu stjórnmálaflokkar landsins, þeir einu sem fá yfir tíu prósent fylgi.

Á vinstri kanti stjórnmálanna er það helst að frétta að Vinstri grænir eru turninn, eini flokkurinn vinstra megin sem er með tveggja stafa fylgi.

Þau Bjarni, Sigurður Ingi og Katrín skulda kjósendum að græja það smotterí sem er að endurnýja stjórnarsáttmálann frá 2017.


mbl.is Merkilegt að VG sé enn stærsti vinstri flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Framsókn tippaði 1X2 á stefnuskránni. Opnir í báða enda, eins og endra nær. Er ekki viss um að ég beri traust til þess að þeir falli hægra megin, ef annað hentaði.

Þeir eru nú nýjasta viðbótin í hamfarahlýnunarhysteríunni. Hálf volgir kratar inn við beinið.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2021 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband