Frá Valhöll: takk, Gunnar Smári

Gunnar Smári, þú reddaðir okkur. Við rákum enga sérstaka kosningabaráttu, vorum í miðjumoðinu. En mikið svakalega náum við okkur á flug þegar sossa-framboðið þitt fékk hljómgrunn meðal vinstrimanna.

Við létum þau boð út ganga að yfirvofandi væri hætta á að Samfylking, Píratar og þú tækjuð ríkisstjórnarvöldin. Og það svínvirkaði. 

Okkur finnst ágætt að starfa með Vinstri grænum. Þú gerir Kötu og félaga að ábyrgum vinstrimönnum meðalhófsins með sósíalistafrösunum þínum.

Endilega haltu áfram að boða byltingu. Það er virkilega frábært að maður með þína fortíð haldi á lofti marxisma.

Tilfallandi kveðja frá Valhöll.


mbl.is Lokatölur á landsvísu: Ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann er svona anti-Mídas. Það verður allt sem hann snertir verður að skít. Antimidas er kannski bara ágætt viðurnefni.

Það sem ég les líka út úr þessari rasskellingu krata og kratilda er sú að þjóðin hafnar öllu ESB breimastandi og frygð. Þeir sem höfðu það á orði í kosningabaráttunni töpuðu. Svo einfalt er það.

Kudos til unga fólksins sem kaus í fyrsta sinn. Framtíðin er ekki eins afleit og maður hélt og rétthugsunin á aðeins heima í nösum nokkurra blaðasnâpa.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2021 kl. 11:21

2 Smámynd: Hrossabrestur

Já Jón Steinar 

Kannski hafnar unga kyslóðin atvinnumöguleikum kollega sinna á Spáni

sem eru í boði ESB.

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 26.9.2021 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband