Tunglið og fylgi vinstriflokka II

Eftirfarandi tilfallandi færsla var skrifuð fyrir viku.

Fullt tungl er á mánudag. Þá rísa hæst geðhvörfin sem valda dómgreindarbresti og fær fólk til að gera marga vitleysuna, t.d. að kjósa vinstriflokk.

Í frétt Landsspítala um tengsl sjúkdóma og stöðu tunglsins segir að ýmsir geðsjúkdómar geri vart við sig í fullu tungli. Geðhvörf eru þar á meðal.

Skoðanakannanir teknar þegar hallar að fullu tungli gefa ranga mynd af úrslitum kosninganna á laugardag. Þegar nálgast fullt tungl eru þeir næmu ýmist ofsakátir eða þunglyndir, ekki með sjálfum sér.

Kemur laugardagur knýr raunsæið dyra eftir þokkalegan nætursvefn. Fólk kýs annað tveggja Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk. Í það minnsta nógu margir til að landið fari ekki í hundana.

Tunglfræði til bjargar á ögurstundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband