Kaupauki - Kristrún og Gunnar Smári

Bæði Kristrún Frosta­dótt­ir og Gunnar Smári Egilsson, frambjóðendur Samfylkingar og sósíalista í Reykjavík, fengu tugmilljónir í kaupauka í störfum sínum hjá banka og auðhring. Kristrún hjá Kviku banka og Gunnar Smári hjá Baugi og dótturfélögum.

Gunnar Smári seldi einbýlishús sitt í Skerjafirði fyrir 125 milljónir enda bjó sósíalistinn í verðlaunahúsi.

Vonandi fór Kristrún betur með kaupaukann sinn en Gunnar Smári. Baugsmaðurinn segist í viðtali við félaga sinn í útgáfubransanum ekki eiga bót fyrir boruna á sér. Þingfarakaup upp á 1,5 m.kr. á mánuði myndi snarlega bjarga málunum.

Auðmenn eru auðvitað best til þess fallnir að setja okkur hinum lög og reglur um hvernig skuli fara með fjármuni okkar. Því hvað er fé án hirðis?


mbl.is Ekki erfitt að verja kaupaukagreiðslur Kristrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

H0fundur fer hér í hlutverk blaðamannsins nema þá þess blaðamanns sem fer með vísvitandin rangt mál.

Auðvitað vílar höfundurinn Páll Vilhjálmsson það fyrir sér að ljúga, það vita allai sem vilja vita.

Byrjum því á því að leiðrétta höfund og ekki í fyrsta skiptið:

    Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, staðfestir við Vísi að bankinn hafi átt í samskiptum við skattayfirvöld út af gömlum áskriftarréttindum sem voru gefin út árið 2016 og eru ekki lengur í gildi. Tilkynnt var um ráðningu Kristrúnar til Kviku í desember árið 2017 !

    "Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út, eins og margar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði." Tekið af FB vegg Kristúnar Frostadóttur. 20 sept 2021.

    Við bíðum svo öll eftir því að höfundur leiðrétti og biðjist afsökunar.

    Nei þá man ég, höfundur kann ekki að skammast sín og mun aldrei gera það.

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.9.2021 kl. 15:37

    2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Væntanleg mun svo höfundur loka á mig hér á þessum bloggvegg fyrir það að setja ofan í við sig og ekki í fyrsta skiptið....

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.9.2021 kl. 15:41

    3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

    Kaupauki Kristrúnar hefur ekki verið útskýrður. Hún svarar ekki fyrirspurnum, sjá frétt Viðskiptablaðsins. Hlekkur hér að neðan.

    „Fékk ekki krónu í kaupauka“ - Viðskiptablaðið (vb.is)

    Páll Vilhjálmsson, 20.9.2021 kl. 15:43

    4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Páll, hefur þú kynnt þér málin áður en þú hefur þinn "fréttaflutning" eða lepur þú allt eftir því sem Andrés Magnsson og aðrir slíkir hefja sitt rant ?

    Í nútímanum er auðvelt að kynna sér staðreyndir áður kjaftasögurnar eru settar af stað.

    Hvenær hóf KF störf hjá téðum banka ? Yfir hvaða tímabil nær fyrirspurn Skattsins v/ kaupaukagreiðslna ? 

    Svo má t.d skoða FB og Twitter. Mbl.is er ekki upphaf sannleikans.

    Tekið af vegg frambjóðandans : 

    🔴Uppgjöf og örvænting íhaldsins.

    Samantekin ráð virðast nú vera hjá Mogganum og Viðskiptablaðinu að gefast upp á að ræða um mína pólitík á efnislegum grunni og reyna nú bara að keyra konuna niður með smjörklípum, óhróðri og gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum mínum. Illa hefur gengið hjá þeim að svara málflutningi mínum og okkar í Samfylkingunni um lífskjarabreytingarnar sem eru vel gerlegar með jafnaðarmannastjórn og þá fara menn í örvæntingarkasti að snúa út úr og afbaka staðreyndir um minn persónulega fjárhag. Þeir hafa nákvæmlega ekkert efnislega fram að færa.

    Ég er víst ekki nógu mikill jafnaðarmaður vilja þeir halda fram. Ástæðan verandi sú að stuttu eftir að ég flutti heim úr námi og hóf störf í Kviku þá setti ég stóran hluta af persónulegum sparnaði mínum og mannsins míns í réttindi fyrir hlut í bankanum. Upphæð sem okkur munaði mjög mikið um. Þarna erum við hjónin nýkomin úr námi og vinnu, með lítið á milli handanna, en tókum þá ákvörðun um að leggja í þessa fjárfestingu. Ef verð á bréfum í bankanum hefði staðið í stað, eða jafnvel aðeins hækkað hóflega, hvað þá lækkað, hefðum við tapað allri fjárfestingunni.

    Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út, eins og margar fjárfestingar á hlutabréfamarkaði undanfarin ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði.

    Viðskiptablaðið reynir í nýlegri umfjöllun í aðdraganda kosninga að tengja saman tvö ólík mál sem snúa að rannsókn á Kviku og mínum kaupum í bankanum. Mín kaup eru ekki til rannsóknar, þessi fjárfesting, né ég. Þetta hefur nákvæmlega ekkert með mig að gera. Ég hef borgað mína skatta af þessari fjárfestingu sem ég borgaði fyrir og er í raun ekki í stöðu til að ákvarða hversu mikla skatta ég greiði af því. Ég er nefnilega ekki með mínar fjárfestingar í sérstöku félagi þar sem ég skammta mér fjármagn. Hitt er að annað mál að einmitt vegna þess að ég hef sjálf átt auka fjármagn til að fjárfesta, veit ég hvernig fjármagn getur einmitt af sér meira fjármagn. Sem er nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég er stuðningskona þess að fjármagn sé skattlagt meira.

    Aldrei myndi mér detta í hug að gera lítið úr mínum forréttindum. Ég er afsprengi velferðarsamfélags, það er ástæðan fyrir því að ég er nú í framboði fyrir jafnaðarmannaflokk. Því ég hef trú á mikilvægi stuðningskerfanna okkar. Ég hef einnig verið gríðarlega heppin í lífinu, kem frá sterkum félagslegum grunni þó fjármagnið hafi ekki flætt á mínu heimili. Og er mjög meðvituð um það. Slíkri velgengni þarf þó ekki að fylgja firring fyrir stöðu annarra.

    Jafnaðarmenn eru ekki á móti markaðnum, við viljum ekki leggja niður hlutabréfafjárfestingar eða koma í veg fyrir verðbréfafjárfestingar. Þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í pólítík því ég var þreytt á því að hægri menn eigni sér atvinnu- og viðskiptalífið. Það er fáránleg afstaða.

    Mín reynsla á markaði hefur einmitt dýpkað skilning minn á eðli hans. Jafnaðarmenn skilja nefnilega að markaðir bresta, og að markaðurinn er langt í frá hlutlaus. Afleiðingar hans eru afleiðingar af þeim ramma sem við í samfélaginu sköpum. Við búum til leikreglurnar hér. Það er ákvörðun að skattleggja fjármagn minna en launatekjur, ekki náttúrulögmál. Aðgerðir gegn eignaójöfnuði fela ekki í sér eignaupptöku eða neikvæðni gagnvart fjárfestingum á markaði. Langt í frá. Þær snúast um að gæðunum sé skipt með réttlátum hætti.

    Einstaklingar sem hafa verið heppnir að áskotnast auka fjármagn til fjárfestinga geta hagnast mun meira en aðrir einmitt vegna þess að við höfum öll í þessu samfélagi greitt inn í sameiginlega sjóði sem undirbyggja rammann sem heldur utan um markaðshagkerfið þar sem umrætt fjármagn er ávaxtað. Þess vegna er nákvæmlega ekkert athugavert við að þeir aðilar sem eru í aðstöðu til að fjárfesta og njóta góðs af þessum ramma umfram annað fólk greiði fyrir þann umfram ábata – einfaldlega í samræmi við sín forréttindi.

    Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun, og ástæðan fyrir því að margt ungt fólk veigrar sér við pólitískri þátttöku. Svona fréttamennska er bara til þess fallin að kúga fólk frá lýðræðislegri þátttöku. Ég ætla ekki að leggjast flöt fyrir þessu, þið getið gleymt því. Þetta styrkir mig og okkur í Samfylkingunni bara í þeirri trú að við séum á réttri braut.

    xS🔴""

     

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 20.9.2021 kl. 15:52

    5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

    Heill og sæll Páll Vilhjálmsson. Er þessi Sigfús Ómar Höskuldsson umboðsmaður Samfylkingar. Hann dreifir þessu svari sem er ekki hans út um allt til að verja Kristrúnu Frostadóttur. Ef svo er þá virðist sagan vera hugsanlega rétt. Jóhann Páll Símonarson.

    Jóhann Páll Símonarson, 20.9.2021 kl. 17:46

    6 Smámynd: Grímur Kjartansson

    Greinilega MJÖG viðkvæmt mál hjá Kristrúnu hvernig hún fjárfesti fyrir upphæðina sem námslánin voru umfram framfærslu.
    Fúkyrðaflaumurinn úr Samfykingunni er á við gott eldgos - þetta átti greinilega að fara leynt fram yfir kosningar

    Grímur Kjartansson, 20.9.2021 kl. 18:12

    7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

    "Eng­in vand­kvæði á því fyr­ir jafnaðarmanna­flokk eins og Sam­fylk­ing­una að tefla ít­rekað fram fram­bjóðanda sem ný­lega hef­ur gengið út úr stór­um banka með tugi millj­óna í vas­an­um."

    Svo mælist formanni Samfylkingar. Það virðist því vera að Kristrún hafi ekki rætt við formann sinn um þessar greiðslur, nú eða gert það!

    Gunnar Heiðarsson, 21.9.2021 kl. 00:16

    8 Smámynd: Theódór Norðkvist

    Slagorð Gunnars Smára í kosningarbaráttnni verður kannski þetta?

    Öreigar allra landa sameinist [um að fá ekki launin sín greidd]!

    Theódór Norðkvist, 21.9.2021 kl. 08:38

    9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

    Það er gaman að sjá kórinn hér hjá höfundi og aðra kóna,  sem stunda "let them deny it" aðferðir núna í aðdraganda kosnninga.

    Sýnir innri mann.

    Við þá sömu er fátt að segja nema þá kannski eitt....

    Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann,
    þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann,
    en láttu það svona í veðrinu vaka,
    þú vitir, að hann hafi unnið til saka.

    Verið ykkur að góðu !

    Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.9.2021 kl. 11:17

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband