Viðreisn fellur á dollara-prófinu

Bandaríski dollarinn er eina alþjóðamyntin sem stendur undir nafni. Ef Íslendingar kæmust að þeirri niðurstöðu að krónan sé ekki á vetur setjandi og að við ættum að taka upp, eða tengjast, öðru myntsvæði þá er dollarinn eina raunhæfa leiðin. 

Sama gildir um tungumálið. Ef Íslendingar kæmust að þeirri niðurstöðu að óhagkvæmt væri að halda úti sérstöku tungumáli þá væri eina vitið að taka upp ensku - en ekki dönsku, frönsku eða þýsku.

Dollara-prófið gengur út á að prófa hvort hagfræðileg rök séu að baki hugmyndum um að afnema íslensku krónuna, eða tengja hana annarri mynt, eða hvort annað hangi á spýtunni, t.d. innganga í ESB.

Viðreisn fellur á prófinu. Með því að boða tengingu krónu við evru er Viðreisn að læðupokast með íslenska hagsmuni inn í Evrópusambandið. Vidkun Quisling talaði um aría í Noregi þegar hann vildi ganga inn í Stór-Þýskaland. Viðreisn talar um evru á Íslandi til að innlima landið í Stór-Evrópu.


mbl.is Áætla að ráðstöfunartekjur heimilanna muni aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ole Anton Bieltvedt er hagfræðilegur heili á bak við Viðreisnina. Óspaklegra getur það ekki orðið að ganga með opin augu inn í brennandi AUKUS húsið og Evrópuverðbólgu í stað þess að njóta sveigjanlegs gengisins sem margoft hefur fært launþegum lækkun á innflutningsverði. Því gleyma þessi spekingar að gengs styrkist hér iðullega. 

Halldór Jónsson, 20.9.2021 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband