4. orkupakkinn: Ísland rafhlaða fyrir ESB

Noregur er rafhlaða fyrir orkuskiptum Þýskalands, segir þýskur fjölmiðill. Þjóðverjar verða brátt að kaupa rafmagn frá Bretlandi, segir Telegraph.

Ísland er næst í röðinni að seðja orkuhungrað meginland Evrópu. Verkfæri Evrópusambandsins til að komast yfir íslenska raforku er orkupakkar.

Þriðji orkupakkinn var samþykktur af núverandi ríkisstjórn. Næst kemur fjórði og fimmti og áður en varir er Ísland ekki fullvalda þjóðríki heldur hjáleiga ESB, nýtt til raforkuframleiðslu.

Aðeins einn flokkur stóð í ístaðinu og hafnaði ásælni Evrópusambandsins. Miðflokkurinn.


mbl.is Íslenska orkan eftirsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband