Svandís: sprautufíklar fái að gefa blóð

Svandís heilbrigðisráðherra er tekin til við að úrskurða með reglugerð hverjir séu nógu heilbrigðir að gefa blóð.

Sprautufíklar er ofsóttur minnihlutahópur sem vart finnur stað að halla höfði og fer á mis við þau sjálfsögðu réttindi að blanda sínu blóði ókunnugum.

Hvernig væri nú að heilbrigðisdísin gæfi út reglugerð að sprautufíklar fái að gefa blóð? Þeir kæmust þá í kaffi og kruðerí hjá Blóðbankanum eftir lífgjöfina.

Hér er mannréttindamál á ferðinni, Svandís Svavarsdóttir. Varla ætlar þú að láta minnstu og verst settu meðbræður okkar og systur liggja óbætt hjá garði úr því að þú hefur vald til að úrskurða með reglugerð heilbrigði og óheilbrigði.


mbl.is Vill að óheimilt verði að mismuna blóðgjöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Þau lönd sem hafa tekið skref í þessa átt hafa haft rammann það þröngan að langflestir samkynhneigðir karlar eru áfram útilokaðir. Þetta er fyrst og fremst táknrænt, tjah eða sýndarmennska eftir því hvernig á það er litið. 

Nú geta sam- og tvíkynhneigðir karlar fengið forvarnarlyf gegn HIV sem ekki býðst gagnkynhneigðum svo ég geri ráð fyrir því að innan heilbrigðiskerfisins sé ennþá vitneskja um það að þessi hópur er ennþá í aukinni hættu á að smitast af veirunni.

Það má samt vel vera að það sé úrelt fyrirkomulag að karlmaður fer í ævilangt blóðgjafabann við það að hafa einu sinni átt samfarir við annan karlmann en forsendurnar fyrir breytingum verða alltaf að vera 100% á vísindalegum forsendum. Það gengur ekki að menn fari í slíkt nauðbeygðir vegna þrýstings frá aktívistum og pólitíkusum. 

Hallgeir Ellýjarson, 9.9.2021 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband