Sunnudagur, 29. ágúst 2021
Nauðgunarmenning - ábyrgð kvenna
Ef það er til nauðgunarmenning bera konur sinn hluta ábyrgðarinnar á henni. Konur móta menninguna til jafns við karla. Í okkar menningu, þeirri íslensku, er konum gert hærra undir höfði en körlum. Þær eru ráðandi í sérfræðistéttum landsins, stjórna forsætisráðuneytinu, dómsmálum, lögreglunni, menntakerfinu, stærri hluta bankakerfisins og svo má áfram telja.
En það verður bið á því að kona stígi fram og játi ábyrgð á nauðgunarmenningunni.
Hvers vegna? Jú, orðið er pólitískt hugtak, tilbúningur sem á sér ekki stoð nema í umræðunni. Hugtakið er notað til að leggja ábyrgð á nauðgunum á valda staði í samfélaginu. Nauðgunarmenningu er hentugt að klína á sérvalin heimilisföng þar sem karl er í fyrirsvari.
Eins og dæmin sýna er karl sekur nánast um leið og hann er ásakaður um að hýsa nauðgunarmenningu. Pólitísk hugtök eru skæð vopn í höndum þeirra sem kunna með að fara.
Með nauðgunarmenningu er hægt að láta afmarkaða hópa, t.d. Vestamannaeyinga og fótboltastráka, sitja uppi með skömm og siðferðilega ábyrgð á afbrotum einstaklinga. Og það er gert miskunnarlaust. Enginn spyr um ábyrgð mæðra, systra, dætra og eiginkvenna gerenda. Sterkara kynið er stikkfrí.
Athugasemdir
Samt erum við búnir að dekra við þær frá aldaöðli. Fundum meira að segja upp símann fyrir þær þegar við sáum hvað þær höfðu gaman af að tala saman..
Guðmundur Böðvarsson, 29.8.2021 kl. 09:23
Það er slúðurstimpillinn sem þessar ásakanir bera í sér sem gerir þær svo fráhrindandi. En þannig er ofbeldið sem margar konur beita. "Hefurðu heyrt" er upphafið og fyrr er varir hafa allar vinkonurnar "heyrt" og nú bætast samfélagsmiðlarnir við þar til allir hafa "heyrt." Útilokunarmenningin (cancel culture)á rætur að rekja til kvenna og slúðurhefðar þeirra.
Þegar því er haldið fram að heimurinn væri betri ef konur stjórnuðu, þá þurfum við aðeins að minnast þess hvernig konur taka menn af lífi með orðunum einum. Dæmin eru ótal mörg.
Ragnhildur Kolka, 29.8.2021 kl. 11:32
Mikið er nú rætt um "nauðgunarmenningu". Það vakti m.a athygli mína að Lilja, menntamálaráðherra, talaði um "nauðgunarmenningu" í fréttaviðtali.
Þar með er farið að rugla saman menningu og siðum. Nauðgun er alls ekki menning, hún er þvert á móti hin mesta ómenning, ósiður og glæpur.
Hörður Þormar, 29.8.2021 kl. 14:04
Hatur á körlum skein í gegnum ummæli konu í viðtali á Sprengisandi í morgun. Ofbeldi er aldrei verjanlegt, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.8.2021 kl. 14:05
Kona myrðir konu á geðdeild. Vekur sáralitla athygli.
https://www.dv.is/frettir/2021/8/29/manndrap-til-rannsoknar/
Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.8.2021 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.