Samfélagsofbeldið gegn drengjum

Skipulagt ofbeldi er stundað gagnvart drengjum og ungum karlmönnum sem rænir þá lífsgæðum. Ofbeldið hefst þegar í grunnskóla.

Helga Hannesdóttir geðlæknir skrifar í Læknablaðið:

Í meira en áratug hafa konur verið um 70% af þeim sem ljúka háskólaprófi á Íslandi. Á þetta rætur að rekja til vanda í grunnskólanámi drengja eða eru þetta samfélagsleg áhrif? Brottfall drengja er um 50% meira en stúlkna í framhaldsskólum, sem eykur líkur á að háskólar verði kvenlægar stofnanir.

Menntun er lífsgæði sem æ stærri hluti drengja fer á mis við. Karlar verða hægt en örugglega ólæsir á menninguna. Þeim er vísað á jaðar siðmenningarinnar, fá verra atlæti og sagt að skammast sín fyrir það sem þeir eru.

Hvað gerist þegar ungum karlmönnum er sagt að þeir séu óalandi og óferjandi frummenn? Nú, vitanlega, þeir fara að haga sér sem slíkir.


mbl.is Hefur áhyggjur af geðheilsu nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband