Fleiri framboð en minni áhugi

Almenningur sýnir stjórnmálum minni áhuga en pólitískum framboðum fjölgar. Hvernig er hægt að skýra þessa mótsögn?

Jú, auðveldara er en áður að efna til framboðs. Munar þar mestu um samfélagsmiðla. Sérviskuframboð geta með litlum tilkostnaði náð til fámennra kverúlantahópa sem þó eru nægilega stórir til að skila fimm prósentum og þingflokki.

Þess vegna höfum við pólitísk furðufyrirbæri eins og Pírata, Ingu og Gunnar Smára.


mbl.is Minnsta fylgishreyfing getur haft víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og píratar vilja einfalda enn frekar fyrir smáframboðum með því að afnema skyldu um meðmælalista. Það ætti frekar að hækka þann fjölda meðmælenda, til að gera grínframboðum eins og pírötum og sósíalistum erfiðara fyrir að koma hér á stjórnmálakreppu. 

Gunnar Heiðarsson, 27.8.2021 kl. 07:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Almenningur er orðinn fullsaddur af lygum og svikum og veit að allskyns skuggabaldrar gera sér leik að .framboðum í fjáröflunarskyni en ekki í neinum öðrum tilgangi en persónulegum.

Hvað annað lætur Gunnar Smára, Björn Leví og Ingu Sæland tikka?

Halldór Jónsson, 27.8.2021 kl. 08:07

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Framboð í fjáröflunarskini koma til vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafa komið því á með því að láta ríkið borga stjórnmálaflokkunum fyrir að vera til. Og stjórnarkreppa kemur til vegna þess að ráðherrar eru sjálfskipaðir af flokkum á þinginu. Það á að afnema flokksræðið og ráða þessa starfsmenn ríkisins sem kallast ráðherrar úr hópi fagmanna eins og með önnur störf hjá ríkinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2021 kl. 08:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Framboð í fjáröflunarskini koma til vegna þess að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafa komið því á með því að láta ríkið borga stjórnmálaflokkunum fyrir að vera til.

Þetta er sannleikurinn Jósef. Það er viðbjóður að láta flokkana plokka ríkið fyrir að vera til. Þýðir dauða allara hugsjóna.

Halldór Jónsson, 27.8.2021 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband