Sigmundur Davíð og tilboðið: valdeflum almenning

Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn gera almenningi tilboð sem vert er að íhuga. Á hverju ári verði afgangi ríkissjóðs skipt í tvo hluta. Almenningur, þ.e. sérhver íslenskur ríkisborgari, fær helminginn en helmingurinn fer annað tveggja til lækkunar opinberra skulda eða í varasjóð.

Almenningur fengi með þessu fyrirkomulagi tvöfaldan ávinning. Í fyrsta lagi beingreiðslu einu sinni á ári - ef það er afgangur af ríkissjóði. Í öðru lagi stæði almenningur betur að vígi gagnvart stjórnmálamönnum, þingi og framkvæmdavaldi, Árlega gæti almenningur krafið stjórnvöld um útskýringu á hvernig gengi að reka ríkissjóð.

Stjórnmálamenn munu keppast um að þegja í hel tilboð Sigmundar Davíðs og Miðflokksins. Hvers vegna skyldi það vera?


mbl.is Vill skila afgangi úr ríkissjóði til almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Sigmundur er mjög undarlegur stjórnmálamaður, hann stendur við kosningaloforð.

Kristinn Bjarnason, 26.8.2021 kl. 16:30

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigmundur fær snilldarhugmyndir. Þessi er amk mjög alþýðuvæn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.8.2021 kl. 17:08

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar á aldurs-markið að liggja?

=Hvað þarf fólk að vera gamalt til að geta fengið þessaa greiðslu

18 ára og eldri eða hvað?

Jón Þórhallsson, 26.8.2021 kl. 18:19

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heyrði hann segja að allir fæddir (minnir 2003?) og upp úr og bætti við að greiðslan yrði send 1.des árið sem uppgjör liðandi árs er vitað. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2021 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband