Miðvikudagur, 25. ágúst 2021
Bjarni, Ási ráðherra og rasismi góða fólksins
Afganir fengu land sitt til baka þegar talibanar ráku bandarískan her úr landi. 20 ára tilraun vesturlanda að gera Afganistan vestrænt lauk þar með. Tilraunin kostaði billjónir í dollurum og tugi þúsunda mannslífa.
Bjarni Harðarson vekur athygli á rasisma góða fólksins í viðbrögðum þess við innreið talibana í Kabúl. Góða fólkið á vesturlöndum þykist vita betur en Afganir hvernig eigi að lifa lífinu í Afganistan.
Í sama Fréttablaði og grein Bjarna birtist segist Ásmundur Einar félagsmálaráðherra vera í kapphlaupi við tímann að bjarga þjóð frá sjálfri sér.
Sem sagt kapphlaup að búa til flóttamenn í Afganistan til að þeir fari skömmu síðar sem ferðamenn til heimalandsins.
Hroki og hleypidómar góða fólksins ríða ekki við einteyming.
Athugasemdir
Grein Bjarna var þörf ábending um þann einstefnu fréttaflutning sem hefur verið frá Afganistan.
Stríðsfyrirsagnir eru notaðar ef fólk lendir í biðröðum við flugvöllinn og skoti er hleypt af upp í loftið
Til samanburðar þá er fólk skotið niður úti á götu nær daglega í Svíþjóð
En död efter skottlossning på restaurang i Linköping | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 25.8.2021 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.