Þriðjudagur, 24. ágúst 2021
Hryðjuverkaógn frá Afganistan
Bresk yfirvöld stöðvuðu Afgana sem talinn er ógn við þjóðaröryggi Bretlands. Maðurinn kom í breskri flugvél frá Kabúl er flutti flóttamenn frá Afganistan.
Samkvæmt Telegraph var maðurinn einn af fimm á lista breskra yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn sem reyndu að komast til Bretlands undir því yfirskini að vera flóttamenn.
Fjórir af fimm voru stöðvaðir á flugvellinum í Kabúl en sá fimmti komst ekki undir manna hendur fyrr en hann var lentur í Bretlandi - í breskri herflugvél.
![]() |
16 þúsund fluttir frá Kabúl á sólarhring |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.