Mánudagur, 23. ágúst 2021
Ísland gerði ekki innrás í Afganistan
Íslendingar bera ekki ábyrgð á Afganistan. Ekki frekar en að við berum ábyrgð á Suður-Afríku, Hvíta-Rússlandi, Venesúela, Súdan, Noregi eða Jemen.
Mál skipast með ýmsum hætti í heimsbyggðinni. Íslendingar ráða ekki ferðinni, hvorki í alþjóðapólitík né í innanríkismálum einstakra þjóða.
Framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er að sýna fram á að fámenn þjóð getur skapað þegnum sínum eftirsóknarverð lífskjör án þess að tapa menningu sinni. Stórþjóðir austan hafs og vestan þykjast kannski vita hvernig á að reka samfélag og segja smærri þjóðríkjum fyrir verkum. Það er Íslendingum framandi að segja öðrum þjóðum hvernig þær skuli haga sínum málum.
Ísland getur lagt gott til þegar því er að skipta. En við eigum ekki að láta útlönd segja okkur fyrir verkum. Við reyndum það í 700 ár og það gafst illa.
Tillögur flóttamannanefndar til þriggja ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stundum er ég sammála Páli Vilhjálmssyni, svo er í þetta skipti.
Hörður Þormar, 23.8.2021 kl. 21:27
Það er ég líka; nægir til að stofna flokk.
Helga Kristjánsdóttir, 23.8.2021 kl. 21:36
Erum við að gera einhverjum albönum greiða með að flytja þá hingað í íslenska veðráttu.
Myndum við vilja flytja til austur grænlands með fjölskyldu og hafurtask?
Bara pæling.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.8.2021 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.