Mánudagur, 23. ágúst 2021
Ástin gaslýst - og pólitík
Gaslýsing í ástarsambandi er þegar annar aðilinn telur makanum trú um hluti sem ekki eru í krafti sannfæringar og kennivalds. Hrafnhildur Sigmarsdóttir útskýrir gaslýsingu í pistli.
Tilfallandi athugasemd er að öll ástarsambönd geta orðið gaslýst. Ást felur í sér að tveir einstaklingar gefast hvor öðrum á vald, eða einhverju eða öllu leyti. Tæplega er hægt að tala um ástarsamband ef það er ekki gert.
Tilfallandi ráðlegging til þeirra sem íhuga ástarsamband er að velja sér ekki ástarviðfang sem býr yfir meiri sannfæringu og kennivaldi en það sjálft. Sérstaka varúð ættu aumingjagóðir að sýna. Aumingjar búa einatt yfir sannfæringarkrafti enda yfirleitt búnir að sannfæra sjálfa sig að þeir séu fórnarlamb vondra manna.
Tilfallandi skemmtisaga um hvernig reynt er að færa hugmyndina um gaslýsingu úr nánum samböndum, þar sem hún á heima, yfir á pólitískan vettvang er fjögurra ára gömul grein ritstjóra Kjarnans.
Þórður Snær Júlíusson skrifaði
Tæknin sem beitt er kallast á ensku gaslighting, eða gaslýsing, og er þekkt pólitískt bragð. Í henni felst að neita stanslaust allri sök, afvegaleiða, setja fram mótsagnir, ljúga upp á fólk afstöðu, hengja sig í öll aukaatriði og hanna nýja atburðarás eftir á sem hentar málstað þess sem er að verja sig.
Tilgangur Þórðar Snæs var að sannfæra lesendur að Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkur barnaníðinga.
Fjórar vikur eru til alþingiskosninga. Þórður Snær mun leggja sitt af mörkum til að útskýra hverjir eru góðir og hverjir vondir. Dómgreind ritstjórans er ekki upp á marga fiska. Eins og dæmin sanna.
Athugasemdir
Allur covid sirkusinn er ein alsherjar gaslýsing.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.8.2021 kl. 17:11
Þórður Snær er ekki vandur að virðingu sinni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2021 kl. 17:18
Alþekkt aðferðafræði komma af slíkum kaliber
Halldór Jónsson, 23.8.2021 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.