Föstudagur, 20. ágúst 2021
Sólin, ekki CO2 skýrir hlýnun, segja 23 vísindamenn
Ný ritrýnd rannsókn 23 vísindamanna kemst að þeirri niðurstöðu að virkni sólar skýrir hlýnun jarðar frá miðri 19. öld - ekki koltvísýringur, CO2.
Rannsóknin kippir stoðunum undan nýlegri IPCC skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem segir mannlífi á jörðinni hætta búin vegna manngerðra loftslagsbreytinga.
Frá miðri 19. öld hefur meðalhitastig jarðarinnar hækkað um 1 gráðu, já eina gráðu. Ekki beinlínis hamfarahlýnun.
Ef það er sólin en ekki losun mannsins á CO2 sem skýrir hlýrra loftslag er tilgangslaust að breyta atferli manna - það er ekki maðurinn sem stýrir loftslagsbreytingum heldur náttúran. Eins og hún hefur alltaf gert.
Athugasemdir
Greinilega ekki búinn að lesa sjálfa greinina? Notuðu svipaða aðferð til að fá mátun á líkansól sem var breytileg í tíma meðan IPCC fengu niðurstöðu þarsem líkansól var ekki breytileg. Beinar mælingar á sólinni, síðan þær hófust á geimöld sýna ekki breytingu á sólinni umfram 11 ára sveiflu hennar? Samt er hlýnun og súrnun hafs í gangi síðustu áratugi. Er ekki betra að treysta beinum mælingum frekar en einhverjum líkanasmíðum IPCC eða þessara mini IPCC-23 hóps?
Sveinn Ólafsson, 20.8.2021 kl. 09:09
Hamfarahlýnun er kennt um allt sem miður fer í dag
1984 Band Aid til að bjarga sveltandi Afríku þar sem hamfarir í veðri hafði valdið miklum þurrkum og hungursneyð í Eþíópíu
Svo var líka snjóflóð á Patreksfirði 1983
Grímur Kjartansson, 20.8.2021 kl. 09:47
RÚV þyrfti að endurvekja sjónvarpsþáttinn
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI sem fastan lið alltaf 1 sinni í viku
þar sem að öll svona mál væru skoðuð í ró og næði
og eingöngu á TÆKNI-TEIKNINGUM og í gegnum LÍNURIT.
Jón Þórhallsson, 20.8.2021 kl. 11:08
Jón Þórhallsson. Hafir þú áhuga á tækni og vísindum bendi ég þér á "Lesch, Alpha Centauri". Þættirnir eru á þýsku, en nálgast má tölvuþýdda texta á Íslensku. Þessi þáttur fjallar um það hvernig veðrið var fyrir 4,5 milljörðum ára: Alpha Centauri - #031 Wie war das Wetter vor 4,5 Milliarden Jahren?
Hörður Þormar, 20.8.2021 kl. 12:20
Ekki hef ég lesið skýrslu þessara ágætu vísindamanna, en í fyrirsögninni stendur: "Study Finds not CO2- May Be Behind Global Warming".
Um rök þeirra get ég ekki dæmt, en þeir virðast þó ekki treysta sér til að mótmæla því að loftslagshlýnunin geti stafað af mannavöldum. Því má spyrja: er ekki varinn góður?
Til samanburðar má spyrja hvers vegna það sé skylda að setja dýran öryggisbúnað, t.d. belti og loftpúða, í alla bíla? Ég er búinn að aka bíl í 70 ár og hef aldrei þurft á þessum búnaði að halda.
Hörður Þormar, 20.8.2021 kl. 13:31
Þar sem afneitun áhrifa sólarorku er órjúfanlegur hluti kennisetninga átrúenda loftslagskirkjunnar, hlýtur aðeins að vera tímaspursmál hvenær samfélagsmellurnar stimpla alla umfjöllun um niðurstöður þessarar merkilegu rannsóknar sem "falsfréttir" og ritskoða þær.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2021 kl. 15:38
Sammála Guðmundi Ásgeirs.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.8.2021 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.