Þrjár konur í heimsþorpinu

Tvær afganskar konur sögðu farir sínar ekki sléttar á fréttamannafundum í Washington og Brussel. Þær töldu vesturlönd ekki standa sig í stykkinu að gera Afganistan vestrænt, nú þegar talibanar eru komnir til sögunnar.

Þriðja konan er íslenskur áhrifavaldur sem segir talibaníska ritskoðun ekki ganga nógu langt á Íslandi. Óþolandi fólk eigi alls ekki að sjást i fjölmiðlum.

Það er vandlifað í heimsþorpinu.


mbl.is Afganskar fréttakonur brustu í grát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

RÚV-fréttirnar eru gildishlaðnar. Fólkið sem flýr Afganistan er að stórum hluta þeir sem ánetjazt hafa vestrænum gildum og lifnaðarháttum. Það er miklu stærri prósenta en fyrir 20 árum, því okkar menningartrúboð hefur staðið að minnsta kosti þar í 20 ár, og lengur. Þeir talibanar sem tala nú á blaðamannafundum hljóma eins og miklu mildari og vestrænni talibanar en fyrir aldamótin 2000, og áróðurinn hefur einnig breytt þeirra viðhorfum, hversu mikið er aftur spurning.

Ingólfur Sigurðsson, 18.8.2021 kl. 15:13

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

 Góður

Grímur Kjartansson, 18.8.2021 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband