Þriðjudagur, 17. ágúst 2021
Pírati: Afganvæðum Ísland
Andrés Ingi þingmaður Pírata vill að Ísland opni flóttamannabúðir fyrir Afgana ekki seinna en í gær.
Vinstrimenn verða næstu daga í kapphlaupi með tillögur um Afgan-Ísland. Með slíkum tillögum slá þeir tvær flugur í einu höggi, þjóna hatri sínu á öllu íslensku annars vegar og hins vegar slá sig til riddara góðmennskunnar.
En kannski er fyrst að skilja stöðuna í Afganistan. Samtal við Mike Martin er ágætis byrjun. Hann þekkir til í Afganistan og segir það vestræna ranghugmynd að talibanar séu skilgreindur hópur fólks. Málið er flóknara en svo.
En, auðvitað, vinstrimenn eru sérfræðingar í einfeldni. Þeir settu afgönsku þjóðina á námskeið í kynjafræðum. Þegar það mistókst vilja þeir flytja Afgani í flugvélaförmum til vesturlanda að læra þau sömu fræði og afganska þjóðin hafnaði á heimaslóðum.
Vinstrimenn læra aldrei af reynslunni. Veruleikinn er of stór skilningarvitum þeirra.
Flóttamannanefnd segist þurfa meiri tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grímur Kjartansson, 17.8.2021 kl. 21:50
Hver er stefna sitjandi ríkisstjórnar íslands í málum afgana?
Vil hún hleypa einhverjum múslimskum flóttamönnum til landsins
eða dæla bara skattrónunum þínum Páll til múslimana í afganistan?
Jón Þórhallsson, 18.8.2021 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.