Þriðjudagur, 17. ágúst 2021
Afganir fá landið sitt aftur
Talibanar náðu völdum í Afganistan á mettíma eftir að Bandaríkin og vesturlönd gáfust upp á að styðja valdstjórnina í Kabúl.
Talibanar hefðu ekki náð þessum árangri án víðtæks stuðnings Afgana. Stjórnvöld í Kabúl hefðu ekki lagt upp laupana jafn brátt og raun varð á ef þau nytu stuðnings almennings.
Nú er það undir Afgönum sjálfum komið að finna út hvernig samfélagi þeir vilja búa í. Uppskriftin að því samfélagi kemur, ef að líkum lætur, frá Kóraninum en ekki frá Washington eða Brussel.
Dagurinn eftir fall Kabúl í myndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talibanar hafa stjórnað landinu áður. Stíllinn er þekktur.
Afganskar konur eru slíkar lurður að þær láta þessa villimenn bjóða sé hvað sem er í kúgun og skerðingum í stað þess að beita þá Lysiströtu aðferðinni.
Blómlegasti iðnaðurinn verður opíumframleiðsla og Bandaríkjamenn verða helstu viðskiptaðilarnir. Miðaldamyrkur Islam leggst yfir landið og það sekkur aftur á fornöld. Afganistan verður ekki bjargað nema að þeir fari aftur að flytja út hryðjuverk í stíl við 9/11 og afli sér bomuregns í framhaldi.Nógu eru Talibanar heimskir til sliks.
Que sera sera.
Halldór Jónsson, 17.8.2021 kl. 11:21
Er nokkur furða þótt afganski herinn gefist upp fyrir Talibönum?
Hvaða afganskur hermaður vill berjast fyrir "trúvillinga og krossfara" gegn trúbræðrum sínum og samlöndum?
Yfirgnæfandi meirihluti afgönsku þjóðarinnar vill viðhalda menningu sinni og múslímatrú þar sem konur ganga í búrkum og hlutverk þeirra er að þjóna eiginmanni sínum, sinna búsýslu og fæða börn. Sinni þær ekki þessu hlutverki er réttlætanlegt að berja þær, jafnvel grýta þær til bana.
Það er vonlaust fyrir Vesturlönd að breyta þessari menningu með valdi, Afganir verða að leysa sín vandamál sjálfir.
Hörður Þormar, 17.8.2021 kl. 11:49
Bandaríkin og Vesturlönd sitja uppi með skömmina af að reyna að troða sinni vinstri vitleysu upp á steinaldarþjóðfélag. Regnbogafánar á sendiráðum, kynjafræði í háskólum og öll sú vitleysa gerði almenning þar afhuga vestrænni menningu. Og hvað gerðum við - jú við bættum um betur og sendum þeim Ingibjörgu Sólrúnu.
Ragnhildur Kolka, 17.8.2021 kl. 11:59
Því miður óttast ég að Halldór Jónsson geri sér allt of háar hugmyndir um mildi Talibana í garð eiginkvenna sinna ef þær hlýðnast þeim ekki.
Hörður Þormar, 17.8.2021 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.