Mánudagur, 16. ágúst 2021
Biden fær sitt Víetnam
Víetnam og Afganistan er ekki hægt að líkja saman. Í Afganistan verða ekki björgunaraðgerðir á síðustu stundu, sagði Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrir mánuði.
Afganistan er þegar orðið annað Víetnam. Stjórnvöld í Saigon flúðu með síðustu Bandaríkjamönnunum líkt og í Kabúl í dag.
Joe Biden, leiðtogi hins frjálsa heims, er í felum út í sveit á meðan Kabúl fellur segir Telegraph.
Meginþorri Bandaríkjamanna vildi út úr vonlausa stríðinu í Afganistan, rétt eins og Víetnam fyrir hálfri öld.
En meginþorri Bandaríkjamanna vill ekki láta niðurlægja sig.
Útreið Bandaríkjanna í Afganistan fær ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir bandarísk innanríkisstjórnmál en alþjóðamálin.
Biden, hvort heldur hann sé út í sveit eða kjallara Hvíta hússins, er á vaktinni þegar Bandaríkin eru niðurlægð. Það verður ekki fyrirgefið.
Fimm látnir á flugvellinum í Kabúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Höfundur er greinilega illa læs á erlenda pólitík.
Það er hans.
Þeir sem e-ð vita, og vilja vita, vita hvernig þessi ákvörðun var tekin um einhliða flótta/heimfara stærsta herafla heims frá Afganistan.
Þá eins hvernig að því var staðið.
Biden er svo sem fyrr að þrífa upp skítinn eftir forvera sinn.
Höfundur þarf svo að lesa sig betur til eða hætta að spila sig sem misvitran , líkt og má lesa af skrifunum hér að ofan.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.8.2021 kl. 14:03
Ég held að Biden verði nú bara hrósað í framtíðinni fyrir að ekki kvika frá þeirri ákvörðun að yfirgefa Afganistan eftir 20 ár og skriljónir dollara útgjöld sem virðast því miður ekki hafa skilað neinu nema gjörspilltu embættismannkerfi sem reynir nú að flýja land.
Svo er maður skeptiskur á þessa vestrænu fréttamiðla sem virðast einungis reyna að leita uppi dæmi um hugsanlega ógnarstjórn annað er víst ekki áhugavert
Grímur Kjartansson, 16.8.2021 kl. 15:38
Sigfús það er á þér að skilja að þú vitir allt miklu betur en pistlahöfundur.Að vera að eyða plássi í gagnrýni sem segir ekkert nema röð; vit,vita,vita,þú værir góður á þingi eða hvað?
Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2021 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.