Hlýindi þegar ísöld nálgast

Hitamet í Evrópu og heitasti júlímánuður á jörðinni frá upphafi mælinga, segir í fréttum.

Aðrar fréttir herma að ísöld nálgist. Á suðurhveli er kaldara sem aldrei fyrr.

Fólk getur valið, að stikna eða frjósa, og sótt þau rök sem falla best að sannfæringunni.

Hversdagslegt fyrirbæri eins og veðrið er orðið að hornsteini trúarsannfæringar. Sorglega fyndið.


mbl.is Evrópska hitametið slegið á Sikiley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það var frost út um allar koppagrundir hér í vetur. Þeir sem skrifuðu um það og við sem minntum á ýkta útför OKs,fengum að vita að Ísland er bara smáþúst á norðurhveli. En ekki núna eða hvað í álíka hita á sama tíma og oftast á Spáni. Ég man eftir hátt í 20 stiga hita árið 1979 á Húsavík þegar við fylgdum nokkrum í fótbolta leikjum yngri flokka. - - Auðvitað er það bráðfyndið að jagast um veðurfarstrú, en vekur það ekki óhug að ríkisstjórn Íslands er gert að seilast í ríkiskassann og reiða fram fé til þessa fyrirbæris.Fyrir hvað erum við að borga? Er einhver mannvera að skapa illviðri hér og þar? Nei, sá eini sem er fær um að hasta á og lægja veðurofsa er sonur guðs Jésús Kristur.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2021 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband