Bjargaðu heiminum, ekki ferðast - nema heima

Ódýr ferðalög heyra sögunni til. Margvíslegar íþyngjandi reglur, settar í nafni sóttvarna, fá framhaldslíf þegar farsótt lýkur til að bjarga heiminum frá loftslagsbreytingum.

Á þessa leið er skrifað í Telegraph og tilfærð dæmi um það sjónarmið ráðandi afla að sóttvarnir séu sniðmát fyrir breytta lífshætti. Flugvélar menga og þær verða ekki knúnar rafmagni í fyrirsjáanlegri framtíð. Því verði að fækka flugferðum.

Skilvirkasta leiðin til að draga úr CO2 útblæstri flugvéla er að draga úr ódýrum flugferðum með hverskyns reglum sem gera ferðalög með flugi óhagkvæm.

Allt yrði þetta gert í nafni göfugs málstaðar, að bjarga heiminum frá loftslagsbreytingum af mannavöldum.

 


mbl.is Óljóst hvernig útfæra á nýjar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

þannig að það verður minna um ferðalög, minni hagvöxtur, meiri fátækt og meiri ójöfnuður

Emil Þór Emilsson, 7.8.2021 kl. 09:45

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

En er ekki undarlegt að ESB hefur akkúrat engan áhuga á að draga úr flugferðum
þó svo að þeir elski Gretu út af lífinu

Grímur Kjartansson, 7.8.2021 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband